Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Júlí 2013

NÁLÆGÐ EIGNAR-HALDSINS SKIPTIR MÁLI!

Ég hlustaði á ykkur Brynjar Níelsson á Bylgjunni ræða eignarhald á landi. Brynjar kvaðst ekki sjá að það skipti nokkru máli hver ætti landið! Ég er hins vegar sammála þér þegar þú bendir á muninn á því þegar útgerðarmaðurinn átti heima í útgerðarplássinu annars vegar eða í lúxúsvillu utan plássins hins vegar.

SKATT Á ÚTFLÆÐI GJALDEYRIS

Góðan dag Ögmundur.. Seðlabanki Íslands er enn og aftur í sviðsljósinu vegna gjaldeyrishaftanna sem eru að knésetja þjóðina með rangri gengisskráningu og fleiru.

ERT ÞÚ SAMMÁLA BIRNI VAL?

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður en núverandi varaformaður VG, segir að eðlilegt sé að almenningur axli afleiðingar bankahruns.

MISVÍSANDI FRÉTT

Heldur þótti mér misvísandi fréttin á visir.is þar sem svo var að skilja að þú vildir leggja niður RÚV að undanskilinni Gufunni, það er Rás 1.

FRAMSÓKN SÉR UM LOFORÐIN OG SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKUR UM SVIKIN

Framsókn tapar fylgi samkvæmt skoðanakönnunum en Íhaldið fitnar og blæs út. Alltaf sama sagan. Framsókn lýgur báða flokka inn á þjóðina en Íhaldið sér svo um að öll loforðin verði svikin.

STYÐJUM ÖRYRKJA MEÐ UNDIRSKRIFT!

Sæll Ögmundur minn. Heyrðu gætir þú vakið athygli á undirskriftasöfnun sem ég er með í gangi til að rétta kjör öryrkja á Íslandi.

MESTU MISTÖK ÍSLANDS-SÖGUNNAR?

Sammála greiningu þinni Ögmundur: "Getur það verið rétt að alvarlegustu efnahagsmistök Íslandssögunnar hafi verið að veita ungu fólki sem var að kaupa sína fyrstu ódýru íbúð verðtryggð lán með um 5% vöxtum?" . Jóel A.

ÞAKKA AFSTÖÐU ÞÍNA

Getur það verið að þú ætlir eina ferðina enn að vera röddin gegn múgæsingu peningafrjálshyggjunnar sem sér það sem mesta ógnun við stöðugleika ef hætt verður að okra á fólki? Svona var þetta fyrir hrun og af fjölmiðlum að dæma eru stjórnmálamenn úr ÖLLUM flokkum að taka undir þetta og skammast út í það að veitt skuli hafa verið sæmileg lán til fyrstu kaupa á lítilli íbúð eftir kosningarnar 2004.

UM KÆRUR ESB OG FLEIRA

Já Ögmundur, það er margt bölið að vera í þessu almenningshlutafélagi ESB á ofurlaunum við að gera litið sem ekki neitt.

RÍKISSTJÓRNIN ER VINSÆL HJÁ BRÖSKURUM

Tilvonandi ríkisstjórn þeirra síbrosandi Sigmundar og Bjarna hefur verið í deiglunni unandfarnar vikur. Svo virðist sem myndun ríkisstjórnarinnar sé mun flóknari að þessu sinni en áður hefur tíðkast.