Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Nóvember 2007

FÁTÆKAR ÞJÓÐIR EIGA EKKI AÐ GREIÐA NIÐUR RAFMAGN Í REYKJAVÍK

Sæll Ögmundur. Við Vinstri grænir erum á móti því að einkavæða orkulindir Íslands og teljum að þær eigi að vera sameign þjóðarinnar.

ÚT Á VINNUSTAÐINA!

Kæri Ögmundur... Ég verð að taka undir orð Guðmundar frá Hofi, en sleppa orðinu “ef” í pistli hans, vegna þess að þið áttuð fyrir löngu að hafa farið skipulagt út á vinnustaðina og út á torg og götur þjóðarinnar! Það er ekkert ef þegar lýðræðið er í húfi, ekkert hik, ekkert ef þar sem þess er beðið átekta hvort lýðræðið verði borið ofurliði! Það er ekkert ef um það hvort einkavinavæðingarliðið hafi rænt eignum íslensku þjóðarinnar í vasa sína og sinna! Það er ekkert ef um það hvort ólögleg og glæpsamleg bylting auðvaldsins hafi tekist og sé nú á endaspretti sínum! Það er ekkert ef um það hvort kjósendur kusu ykkur til að verma fínu stólana á Alþingi á ofurlaunum án tjáningarfrelsis og til einskis nýta í baráttu fyrir einhverju allt öðru en grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar! Ef ofurvald óþjóðar- og sjálftökuaflanna á Alþingi ætlar að kæfa lýðræðið og þingræðið, og múlbinda þjóðholla menn eins og þig á háttvirtu Alþingi,  þá er ekkert annað til boða en alþingi götunnar.

SJÁ EFTIR AÐ KJÓSA SAMFYLKINGUNA - VILJA ÚT Á VINNUSTAÐINA!

Sæll vertu Ögmundur !Ég vil nú bara þakka ykkur Vinstri grænum fyrir að standa upprétt og láta ekki ríkistjórnina og hennar lið á Alþingi alveg vaða yfir ykkur á þingi.
FLOTTIR Í BLEIKU

FLOTTIR Í BLEIKU

Það gladdi mitt femínista hjarta þegar ég sá forsíðumyndina af ykkur Steingrími Joð í vikublaðinu Austra í gær.

HEILRÆÐI FYRIR STELPUR

Ungar konur elska best,þær óttast vart sinn herra.En sá sem konur svíkur mestmá sjálfur tár sín þerra.Hafðu bæði háð og spott,hörku skalt þú sýna,aðeins það er gilt og gottsem gleður sálu þína.Ekki margra átt þú tryggðþótt ýmsir þrái að snerta.Víst þú skalt þeim veita styggð,sem vilja hold þitt sverta.Hafðu það í huga fremst,sem hagnað þér má færa;aðeins sú í álnir kemstsem eitthvað gott vill læra.Auðvitað er alltaf gottað iðka menntun kæra.En verstu karla valdaplottverður þú að læra.Körlum sýndu kröfugerðí krafti verka þinna,með jafnréttinu fram þú ferðþví flest þú kannt að vinna.Öflugt stolt þitt er í reyndog aldrei má það dala.Gefðu skít í launaleynd,en láttu verkin tala.Lamar hugann lánið valtef leti telst þín iðja.Hærri laun þú hérna skaltheimta - ekki biðja.Innri reisn er mögnuð mynd,mátt þinn fram hún laðar.En undirgefni er sú syndsem allar konur skaðar.Kveðja,Kristján Hreinsson

Á LEIÐ TIL TUNGLSINS?

Frábær þótti mér myndskreytingin við grein þína um einkavæðingartal formanns Læknafélagsins. Það er engu líkara en formaðurinn telji lækna gjörsamlega óháða umhverfi sínu – að störfum á tunglinu.

UM MIKILVÆGI IÐNMENNTUNAR

Sæll Ögmundur. Í tilefni allskyns áforma um hátæknifyrirtæki s.s.netþjónabú og önnur í þeim anda, væri ekki tímabært að ráðamenn menntamála og þingmenn hugleiddu eitthvað um iðnmenntun á Íslandi.

SKEMMTILEGUR EGILL

Sæll Ögmundur.Bókmenntaþáttur Egils Helgasonar í Sjónvarpinu þykir mér kærkomin sending. Þátturinn er bæði skemmtilegur og innihaldsríkur.

VERSLUNARSTOFNUN FYRIR HEILBRIGÐISKERFIÐ UMRÆÐULAUST?

Þú bendir réttilega á það hér á síðunni Ögmundur,  að Magnús Pétursson, Landspítalaforstjóri sé með varnaðarorð um framtíð heilbrigðiskerfisins og að hann horfi meðal annars til næstu fjárlaga.

ÞAÐ HEFUR GEFIST VEL AÐ HUGSA SEM ÞJÓÐARFJÖLSKYLDA!

Sæll Ögmundur! Ég var að lesa pistil Magnúsar Péturssonar  forstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss, og áherslur þínar á skoðun hans og meiningu.