Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Júní 2007

ÖRYGGISRÁÐ SÞ: ENN LEGGUR UTANRÍKISRÁÐHERRA LAND UNDIR FÓT

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, er að hætti forvera sinna lögst í heimsreisur undir því yfirskyni að hún sé að afla Íslandi stuðnings til að komast í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna.

STÓRIÐJUVANDI ÖSSURAR - HVÍ KENNA ÖÐRUM UM?

Velkominn í hópinn Össur.Össur stóriðjuráðherra hefur nú stimplað sig í hóp óbreyttra sem koma skoðunum sínum á framfæri á þessari síðu.

VG OG STÓRIÐJAN

Kæri Ögmundur. Finnst þér ekki að Haffi, sem skrifar sem lesandi, sé á hálum ís þegar hann dregur í efa afstöðu Samfylkingarinnar til álvers í Helguvík? Haffi vísar til ummæla vesæls iðnaðarráðherra, og miklu kokhraustari umhverfisráðherra á Alþingi þegar spurt var út í byggingu álversins.

MERKILEGUR ÞÁTTUR UM MERKISMANN

Ég varð hugsi eftir að ég las pistil þinn um Andrés Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóra hér á síðunni 18. júní, daginn eftir þjóðhátíðardaginn.
KATTARÞVOTTUR GAGNVART ÍRAK ER NÁNAST VERRA EN EKKERT

KATTARÞVOTTUR GAGNVART ÍRAK ER NÁNAST VERRA EN EKKERT

Kæri Ögmundur. Ég mótmæli hálfkáki núverandi stjórnvalda, þá sérstaklega hlutverki núverandi utanríkisráðherra, viðvíkjandi mótmælum íslensku þjóðarinnar gegn ólöglegri og siðlausri innrás Bandaríkjanna og Englendinga í Írak sem ógnaði hvorugri þjóðinni, hvað þá okkur Íslendingum.

JÓNAS UM ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐINN

Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri með meiru, skrifar ágætan pistil á heimasíðu sína um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLUNGAR ERU ÁHYGGJUEFNIÐ

Ég er hjartanlega sammála Bergþóru um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ruglið úr honum. Ég er líka sammála þér Ögmundur og ég sé hvernig þú hefur brugðist við þessu rugli í gegnum tíðina í tenglunum sem þú gefur Hér.

FRÁLEITUR BOÐSKAPUR ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐSINS

Hvað finnst þér um ályktanir sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Ráðleggingar til ríkisstjórnar um að hækka ekki laun opinberra starfsmanna og huga að því að flytja inn erlent vinnuafl frá löndum utan Evrópusambandsins til að minnka spennu á vinnumarkaði (? með lægri launum?) stakk mig og mér finnst leitt að sjá engan gagnrýna þessar ráðleggingar.

FRÁBÆR LILJA

Það var mér mikið ánægjuefni að sjá Guðfríði Lilju á þingi frá fyrsta degi þinghaldsins í vor. Mér voru það mikil vonbrigði að hún hlaut ekki kosningu í nýafstöðnum Alþingiskosningum, einmitt sú manneskjan sem helst af öllum hefði þurft að komast á þing – og átti það svo sannarlega skilið! Lilju er þó framtíðin, það sannfærðist ég um þegar ég hlustaði á málflutning hennar á þingi.

ÚT Á HVAÐ GEKK FAGRA- ÍSLAND-STEFNAN?

Ég hlustaði af athygli á svör Samfylkingarráðherranna, Þórunnar og Össurar við fyrirspurnum um álverksmiðju í Helguvík á Alþingi, hvort til standi að reisa hana.