Fara í efni

Frá lesendum

Í HEIÐURSFLOKK!

Heill og sæll Ögmundur. Nú verð ég að segja það sama og áður hefur verið sagt: Loksins, loksins. Já, loksins hefur íslenskur ráðherra staðið í báða fætur gegn erlendri ásókn í landið okkar, með gylliboðum um gull og græna skóga.

GOTT!

Vel af sér vikið, Ögmundur. Það er víst ekki allt undir sólinni falt fyrir fé. Jónas Knútsson.

HEFUR SAMFYLKINGIN EKKI FYLGST MEÐ?

Sæll Ögmundur.. Ég vildi aðeins lýsa einlægum stuðningi mínum við þig varðandi ákvörðun þína og ráðuneytis þíns að selja ekki þessu kínverska hlutfélagi og aðaleiganda þess, en þar að baki er auðvitað kínverska ríkið, landið að Grímsstöðum.

HVERNIG LOSNA MÁ VIÐ SIÐBLINDA STJÓRNMÁLAMENN

Hugtak. Er það ekki eitthvað sem gerir huganum kleyft að ná taki á viðfangsefni? Eða er það ef til vill eitthvað sem byrgir sýn, stöðvar óæskilegan þankagang? Eitthvað sem nær taki á huganum? Getum við tengt þetta vísindalegri umfjöllun og orðsins list? Eða ef til vill óheiðarleika og flokkspólitík? Sölumennsku eða siðblindu? Hugtök geta verið skrítnar skepnur.

ENGIN SKAMMTÍMA-SJÓNARMIÐ!

Sæll Ögmundur.. Mig langaði að þakka þér fyrir að standa vörð um Íslenskar jarðir og eignir. Það bara má ekki selja allt sem að við eigum bara af því að okkur vantar pening núna.

1% AF ÍSLANDI UNDIR HÓTEL?

Þakka þér fyrir Ögmundur, að stöðva vitleysuna varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Það er fráleitt að menn þurfi að eignast 1% Íslands til að hefja hér hótelrekstur.

FORDÆMI SEM EKKI VÆRI KOMIST FRAMHJÁ

Þú átt heiður skilinn, Ögmundur, fyrir að hafna erindi Nubos um að fá að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Mér finnst lögin skýr og ef þú hefðir orðið við erindinu væri ekki hægt að neita neinum, sem vildi kaupa jarðnæði hérlendis, um eitt eða neitt nema með því að brjóta reglu jafnræðis.

ARFLEIFÐ BARNA OKKAR

Ég vil þakka þér innilega fyrir þessa ákvörðun að fara eftir lögum í Grímsstaðarmálinu. Þú ert betri stjórnmálamaður og sannari fyrir vikið.

OG LEYNILEGA...

Vaxtagjöld ríkisins eru tæpir áttatíu milljarðar. Það eru 20% allra gjalda ríkisins. Alveg einsog í fyrra. Hver ákveður vaxtagjöldin? Þau eru ákveðin á fimm manna fundum.

SELJUM EKKI UNDAN OKKUR JÖRÐINA!

Sæll Ögmundur.. Ég fagna úrskurðinum varðandi Grímsstaði og þakka starfsfólki í ráðuneyti þínu fyrir að hafa staðið vörð um íslensk víðerni og ættjörðina.