Fara í efni

Frá lesendum

HREYFINGIN FRAMBOÐ?

Þú sagðir í ræðu á útifundi á Austurvelli í vor að vonandi kæmi ekki að því að Vinstrihreyfingin grænt framboð yrði að stytta nafn sitt, taka vinstri út og grænt líka.  Eftir stæði þá Hreyfingin Framboð, skammstafað HF. Í dag rann þessi tími upp!  VG varð að HF. Jóhannes Gr. Jónsson

TAKA MEIRA Í EIGIN VASA EN ALLIR ÖYRKJAR SAMANLAGT

Á tíföldum launum þeir tæplega anda tala samt mikið um þjóðfélags vanda Það er jú mikið  og dýrt viðvikið en milljörðum króna virðast þar landa. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

EINN Á MÓTI ÞREMUR

Ef forsetinn fengi millur þrjár færi launaskriðið að virka Og Halldór B yrði heldur sár ef hækkuðu laun öryrkja.  Höf. Pétur Hraunfjörð.

MÁ BJÓÐA ÞÉR UPP Á SKYR?

Skyrið góða bjóða skalt og skrauthænu eggin Líka mjöðinn íslengst malt máttu troða í segginn. Höf. Pétur Hraunfjörð.

Þingmenn gegn þjóðinni - Orkupakki 3

Lokast núna lásinn hrings, lygi stunda kappar. Enda bráðum utan þings, aumir svikahrappar. Að auðlindum þjóðar er opnun greið, illa er á málum haldið. Fjárglæframennirnir fundu sér leið, fara með dagskárvaldið. ... Kári

TRUMP VILL GRÆNLAND

Donald Trump og Drottningin ei draga hugi saman. Fyrir Grænlandi liggur lotningin en Mette blæs á dramann. Uppí nefið ´ún varla nær undrar engan vandi Trump er henni ekki kær og engum á Grænlandi. Höf. Pétur Hraunfjörð.

ÞÖRF Á NÝJU AFLI!

Er ekki gott, fórnfúst og þjóðhollt fólk einhverstaðar þarna úti, sem er tilbúið að vinna að því að koma á fót nýju afli til mótvægis við alla stjórnmálaflokkana sem fyrir eru og sem eru ákveðnir í að fórna Íslandi þrátt fyrir vilja meirihluta þjóðarinnar?! Látum þetta ekki gerast. Það liggur mjög mikið við! Við bíðum eftir að heyra frá slíku afli. Halldóra

GRÆNLAND TIL SÖLU? HVAÐ Á TRUMP AÐ HALDA?

Það er von að Íslendingar flissi yfir þessu, jafn vitlaust og þetta er nú. Trumparnir eru hinsvegar að kaupa Ísland. Það er ekki nema von að kallinn haldi að Grænland sé ti sölu líka ...  Kv, Kjartan

Í HERRA GUÐLAUGS NAFNI

Brátt kemur herinn á heiðina í herra Guðlaugs nafni Vinstri/Græn völdu þá leiðina svo vestræn áhrif dafni. Höf. Pétur Hraunfjörð

UM DAGSKRÁRVALD, GAMMA OG GULLEGG

Að auðlindum þjóðar er opnun greið, illa er á málum haldið. Fjárglæframennirnir fundu sér leið, fara með dagskárvaldið. ... Kári