Fara í efni

Frá lesendum

HÚRRA FYRIR BLAÐA- OG FRÉTTAMÖNNUM!

Íslnskir blaða- og fréttamenn hafa ályktað til varnar Wikileaks. Það er fagnaðarefni og um leið undrunarefni. Ég hélt sannast sagna að íslenskir fréttamenn hefðu almennt lagt sig til svefns og svæfu svefninum langa þegar kæmi að gagnrýninni fréttamennsku, hvað þá að verja þá sem NATÓ ríkin ofsækja.  Á þingi er í seinni tíð hins vegar lítið um varnir og orði aldrei hallað á blóðugt NATÓ hernaðarbandalagið. Um mál Julian Assange er helst spurt hver hafi sagt hvað og hver megi segja hvað, aldrei er spurt um afstöðu eða hún viðruð í málum af þessu tagi.  Það róttækasta sem heyrist úr þinghúsi og ráðhúsi er krafa um að kæligeymslu verði komið fyrir í  ... Sunna Sara

VILJA Í STRÍÐ VIÐ ÍRAN

Núna er einn utanríkisráðherra að beljga sig út og vill fara í stríð við Íran. Eftir því sem ég best veit þá réðust Íranir síðast á annað land áður en Bandaríkin voru stofnuð.  Núna eiga Íranir að hafa ráðist á olíuflutningaskip frá Noregi og Japan. Eftir því sem mig minnir þá var það Noregur sem hjálpaði Íran við að koma upp raforkuframleiðslu með kjarnorku. Því er ólíklegt að ... Davíð Örn

"LOFSVERÐ" LYGI

F yrirvara þeir f undu nú, f ylgja krepptum hnúa. L ofsverð þykir l ygi sú, að l áta þingmenn trúa. Kári    

ÞVINGAÐUR ORKUPAKKI

Þraut og mæðu þola má Þeir halda ég sé skertur Því orkupakka þvinga á þingræðislega er ertur! Höf. Pétur Hraunfjörð

SÖGU BEST AÐ SEGJA RÉTT ...

Sögu er best að segja rétt svo fjöldinn megi trúa. Af orkupakka nú óttast frétt eflaust þar öllu ljúga. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.  

ÞINGRÆÐI GEGN ÞJÓÐAR-EFA

Þeir orkupakka leggja lið Þó landsmenn sýni efa Þingmenn leika ljótan sið Því landið vilja gefa. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

SYNDA-AFLAUSN Í BOÐI ICELANDAIR

Ég las Mogga-grein þína (sem birtist einnig á heimasíðu þinni) um synda-aflausn kolefnisjöfnunar. Fannst hún skemmtilegt grín eða þar til í dag að ég uppgötvaði að þetta er dauðans alvara. Ég sé nefnilega tilboð frá Icelandair um flugfar sem yrði gert umhverfisvænt með því að planta tré fyrir ferðalanginn. Með öðrum orðum, viðkomandi þyrfti ekki að hafa samviskubit yfir því að menga þótt flugferðin sjálf mengaði. Sakirnar yrðu gerðar upp með kolefnisjöfnun! Niðurlagsorðin í  ... Jóel A.

EKKI ORÐALAUST

Steðjar að vandi og vá vitleysu eru að landa Orkupakka ei orðalaust fá Evrópu til handa. Höf. Pétur Hraunfjörð.

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN: KJÖLFESTA Á 90 ÁR?

Árin liðinn æði mörg alþýða sleikir sárin Mættu fara fyrir björg eftir níutíu árinn. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

EIGA ÞAKKIR SKILIÐ EKKI SKAMMIR

Hjá þeim virkar vörnin fín vil það mönnum þakka Liggur þar gæfa mín og þín að sleppa orkupakka!  Höf. Pétur Hraunfjörð.