
Gott vaxtafrumvarp
04.11.2003
Sæll Ögmundur. Fagna frumvarpi þínu um bann við hækkun vaxta á verðtryggðum lánum. Ég hef líka verið að velta því fyrir mér hvort ástæða fyrir háu vaxtastigi hér að minsta kosti til einstaklinga sé sú að þeir séu að greiða tap bankanna á lánum til fyrirtækja. Ef almúginn ætlar að fá lán verður hann að hafa að minnsta kosti tvo ábyrgðarmenn og verða þeir helst að eiga fasteign.