Sigurvegarar í Kankún?
17.09.2003
Hvernig á að túlka niðurstöður ráðherrafundar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Kankún í Mexikó? Töpuðu allir eða eru einhverjir sigurvegarar? Samningaviðræðurnar sigldu í strand af því að Bandaríkin og Evrópusambandið voru ekki tilbúin að koma á móts við hin fátæku landbúnaðarríki heimsins með að fella niður eða draga úr niðurgreiðslum til landbúnaðar í eigin löndum og af því Evrópusambandið sérstaklega vildi halda til streitu svokölluðum Singapore-málum.