Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Febrúar 2022

ÚKRAÍNA Í TAFLINU MIKLA

Við heyrum það alls staðar, Úkraínudeilan snýst um yfirgang og árásarhneigð einræðisherrans í Kreml gagnvart varnarlitlu sjálfstæðu grannríki hans, Úkraínu. Yfirgang sem jafnframt  er «ógn við öryggi í Evrópu” eins og utanríkisráðherann okkar segir.  Já, deilan snýst um frelsi og valkosti Úkraínu. En hún snýst um fleira. Um öryggi Rússlands, eins og Pútín klifar á. Hún snýst líka um grundvöll bandalagsins NATO og um þenslu þess í austur – og um hlutverk Bandaríkjanna í Evrópu ...

AFGANISTAN - SKRUMSKÆLT SKAÐRÆÐI

2.3billjarða dala spillingarveisla stóð innan BNA jafnt og í Afganistan frá 2001 til veisluloka í ágúst 2021. Línurnar lagði einkum Dick Cheney ásamt Bush og Rumsfeld, en innrás BNA í Olíu-Irak tafðist smávegis. ( Sem Dick Cheney þótti þó miður). Umrætt þríeyki í BNA valdi fyrrum ráðamann í röðum Talibana, skúrkinn Hamid Karzai, sem valdamikinn leppforseta í Afganistan. Sá dreifði völdum og fjármagni til stríðsherra, héraðsstjóra, lénshöfðingjavalds ... 

ÖRYGGI OG GÓÐ LÆKNISFRÆÐI?

... Og höfum í huga að þessi bóluefni eru ekki aðeins boðin fólki sem er í raunverulegri hættu ef það smitast af Covid-19. Þau eru boðin öllum, allt niður í fimm ára börn. Fólki sem hefur nákvæmlega enga þörf fyrir þau. Og nú gegn nýjum stofni, sem þau virka ekki einu sinni gegn, eins og þegar hefur   verið sýnt fram á . Og yfirvöld nota takmarkanir og þvinganir til að framfylgja áætluninni. Samt höfum við vitað frá   upphafi   að bóluefnin gegn Covid-19 eru ekki hönnuð til að koma í veg fyrir sýkingu og það varð ljóst fyrir löngu að þau munu aldrei mynda hjarðónæmi; þau vernda aðeins bólusetta einstaklinginn. Við þekkjum nú þegar hinn gríðarlega mun sem er á Covid-19 dauðsföllum eftir aldurshópum og þar með á þörfinni fyrir þessi lyf ... 

UNDIR WOLFSANGELFÁNA: VINIR OKKAR Í ÚKRAÍNU

Það hefur verið makalaust að fylgjast með fréttaflutningi af ástandinu í Úkraínu. Deilan er máluð þannig að hún snúist nánast einvörðungu um yfirgang Rússa (Pútíns) og gefið er í skyn að allri mótstööu við valdhafa í Kænugarði sé handstýrt frá Kreml. Ekki er svo mikið sem tiplað á tánum í kringum tvö mjög mikilvæg smáatriði í kringum þennan fréttaflutning. Það fyrsta er það að andspyrnan gegn stjórnvöldum í Kænugarði er ekki í höndum fámenns liðs handbenda Moskvu, heldur er sá hópur innan Úkraínu sem er á móti stjórninni sem tók völdin í kjölfar EuroMaidan beinlínis stærri en þeir sem fylgja henni. Hin staðreyndin er sú að hersveitirnar sem stefna nú á stóráhlaup á austurhluta Úkraínu eru að ...