Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

2006

ER FJÓRÐA VALDIÐ BARA BÓLGINN VÖÐVI?

Stundum eru fjölmiðlarnir kallaðir fjórða valdið í samfélaginu. Þessi skírskotun á rætur í aðgreiningu franska stjórnspekingsins Montesquieu á ríkisvaldinu en hann greindi það í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.

AÐ HOPPA EINS OG KÖTTUR Í KRINGUM HEITAN GRAUT!

Margir hafa spurt mig þessa dagana hvers vegna Ríkisútvarpið fjalli lítið efnislega um „háeffun“ flugumferðarstjórnar og rekstur flugvalla landsins og afleiðingar hennar.

TIL HAMINGJU ÍSLAND

Ég heyrði eitt sinn af níræðum karli sem var spurður að því hvernig hann hefði það. Sá gamli svaraði og sagðist vera fínn í fótunum, klár í kollinum en aðeins farinn að klikka í miðjunni.

SPILAFÍKN - ALLT ER SAGT. NÚ ÞARF FRAMKVÆMDIR!!!

Ögmundur við höfum áður rætt um félaga okkar og vini sem spilafíknin hefur tekið af öll völd. Einstaklingar hafa misst aleigu sína.

HAFNFIRSK UMHUGSUNAREFNI

Það er greinilegt að senn dragi til tíðinda í stækkunarmálum álversins í Hafnarfirði. Það liggur fyrir samningur til undirritunar milli Landsvirkjunar og Alcan um þá orku sem nauðsynleg er vegna stækkunar álversins í Straumsvík.

SPÁÐ Í SPILLINGUNA...

Ég, sem svarinn andstæðingur Framsóknarflokksins, hlýt að fagna því að í forystusveit þess ömurlega flokks veljist maður einsog Björn Ingi Hrafnsson, maður sem á mettíma nær að skipa sér á bekk með nokkrum af spilltustu mönnum þjóðarinnar.

VILTU VINNA MILLJÓN ?

27.000 milljarðar er sagður kostnaður Bushstjórnar við að hrella Íraka frá í mars 2003 skv. fréttum. Það svarar til milljón  króna á sérhvern íbúa í Írak og dauðadansinn dunar enn ! Íbúar annarra þróunarlanda heimsins óska sér örugglega ekki að milljón sé sett tilhöfuðs lífi sérhvers eða hamingju. Bandarískir vígamenn Bushstjórnar hafa gert þarfir sínar í Afganistan með þeim hætti, sem heimurinn þekkir.

ÍRAK OG PALESTÍNA

Reyndar vissu það allir sem eitthvert vit hafa að aðild okkar Íslendinga að stríðinu í Írak var byggð á röngum forsendum.

RÉTT ER EKKI ALLTAF RÉTT...

Einhverstaðar hef ég ritað að það sé svo auðvelt að misskilja. En það er vegna þess að yfirleitt er einungis til ein rétt leið til að skilja en endalaus fjöldi leiða til að misskilja.Það er svo einfalt að snúa útúr orðum manna og svo auðvelt að koma í samninga setningum sem skilja má þeim í vil sem á því þarf að halda að réttu máli sé hallað.Þegar viðtöl eru tekin við stjórnmálamann og síðan gerð samsuða úr því sem stjórnmálamaðurinn vill láta eftir sér hafa, þá getur sá er viðtalið tekur ráðið því hver verður niðurstaða samtalsins.

FORDÓMAR OG AÐRIR DÓMAR

Að undanförnu hefur umræða um fordóma verið fyrirferðarmikil í íslenzku samfélagi.  Ekki er alveg ósennilegt að fyrirferðin tengist því þungunarástandi sem jafnan skapast þegar þingkosningar eru í nánd.  Stjórnmálaflokkarnir vilja fá að vita hvaða fylgi þeir „eiga" tryggt svo markviss sókn megi hefjast í fylgi annarra flokka.  Engan afla virðist lengur að hafa á grunnslóð og því er nú sótt á djúpið.Jæja, og hvað er konan að fara?  Enginn kannast við að hafa fordóma af því það er svo ljótt.  Fólk vill hafa opna umræðu, horfast í augu við staðreyndir eða er bara raunsætt.  Orðræðan undanfarnar vikur hefur einkum snúizt um fjölgun útlendinga á Íslandi.   Sumir eru reyndar svo hræddir við að verða ásakaðir um fordóma að þeir geta ekki einu sinni sagt útlendingar, heldur tala um fólk af erlendu bergi brotið, með mismunandi beygingarárangri á þessu þjála orðasambandi.  Skrauthvörfin eru margvísleg.Það er ekki nokkur maður sem gengst við því að hann vilji hafa Ísland fyrir Íslendinga - einvörðungu -.  Nei, en áhyggjur af því að við getum ekki tekið nógu vel á móti útlendingum, sem hingað koma til starfa, flæða úr gæðabrjóstunum.  Þetta minnir á stórkostlegar áhyggjur ýmissa þegar fjölgaði börnum frá Asíu sem ættleidd voru af íslenzkum foreldrum.  Það var nefnilega svo hætt við því að þeim yrði strítt og þau gætu ekki samlagazt innfæddum.  Froðusnakkið er óendanlegt.Auðvitað þurfum við að standa miklu betur að móttöku og dvalarkjörum útlendinga sem hingað koma til náms og starfs.  Fyrst og fremst þarf verkalýðshreyfingin að standa sig gagnvart því sem lýtur að vinnumarkaði; að ekki verði um fjárhagslegt eða félagslegt undirboð að ræða.  Formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja benti réttilega á það við setningu 41.