Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Júlí 2005

ÉG BIÐST FORLÁTS

Mig langar að segja ykkur ögn frá samviskubiti sem hefur nagað mig um nokkurra mánaða skeið. Þessum móral sem á sér ekki hliðstæðu í neinu öðru en þeirri líðan sem þeir einir þekkja sem drukkið hafa ótæpilega að kvöldi, misst minnið einhverra hluta vegna, og vaknað án þess að vita yfirleitt nokkuð um sigra eða ósigra kvöldsins áður.Þetta nefna margir í daglegu tali “þynnku”.Samt er þetta eitthvað svo miklu meira en höfuðverkur og ógleði, þessu fylgir skömm.

ÉG HELD...

Ég held að það sé til lausn á vanda R-listans, hún er svo einföld að menn hafa ekkert komið auga á hana. Hún felst í því - sem ég held að standi ennþá í lögum sem fjalla um kosningar og framboð.

ÉG HELD...

Ég held að það þurfi að gera alvarlegar breytingar á þeim lögum sem fjalla um rétt fólks til að öðlast ökuréttindi.