UM HVAÐ SNÝST ÞRIÐJI ORKUPAKKINN?
13.12.2018
Nokkuð hefur undanfarið verið rætt um svokallaðan þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Almennt hafa fjölmiðlar ekki staðið sig sérstaklega vel í því að upplýsa fólk um þýðingu og inntak þessa pakka sem um ræðir. Eins og margir vita, er markaðsvæðing einn af lykilþáttum evrópska efnahagssvæðisins. Það merkir í stuttu máli samkeppnismarkað á fjölmörgum sviðum, þar með töldu rafmagni. I nnri orkumarkaður ESB byggist á verslun með gas og rafmagn . Þau viðskipti eru háð ýmsum tilskipunum og reglugerðum sem saman mynda „pakka“ sem aðildarríkjum á evrópska efnahagssvæðinu er síðan ...