
Rýnt í tölur
01.07.2004
Heill og sæll, Nú verður öllum ráðum beitt til að rugla fólk í ríminu og ef nokkur kostur er að kosningaþátttakan verði sem minnst. Varðandi kröfuna um að eitthvað ákveðið lágmark kosningabærra manna kjósi gegn lögunum (frumvarpinu) og í því sambandi ítrekað talað um að "eðlilegt" sé að gera kröfuum að andstaðan fari að lágmarki yfir 50% atkvæðamagnsmörkin, ber brýna þörf til að upplýsa kjósendur um hvaða svikamyllu er um að ræða. Foringinn og málpípur hans hamra á nauðsyn skýrs vilja þjóðarinnar.