Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Júní 2021

ÓPERASJÓN BARBAROSSA – ENN OG AFTUR

Áttatíu ár eru í dag liðin frá innrás Þýskalands í Sovétríkin, Óperasjón Barbarossa, mannskæðasta glæp veraldarsögunnar. Haldið er upp á afmælið með mikilli samræmdri heræfingu í Austur-Evrópu undir bandarískri stjórn, gegn Rússlandi. Æfingin sem nefnist   DefenderEurope 2021   stendur nú yfir en er dreift á nokkrar vikur í 12 Austur-Evrópulöndum, á landi og sjó. Þátt taka 37 þúsund hermenn frá 27 löndum, þar á meðal frá hinum 14 nýju aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu. Öll fer æfingin fram í Austur-Evrópu, frá Eystrasalti til Svartahafs og Balkanskaga ...

“VANDASAMT ER VEGABRASK”

...  Árás á sameignarviðhorf um almannavegi birtist í Vaðlaleiknum. Það högg reyndist klámhögg og verður því ekki sértjaldað vegabraski til framdráttar. Sú er ástæðan fyrir þöggun og yfirklóri, enda eru önnur plön um vegabrask í bígerð. Að auki er orðstýr skapara absúrd Vaðlaleiks þeim mikilsverðastur af öllu. Því er reynt að fela öll óhreinindin, allt kusk á hvítflibbum dustað af þeim sem með spunavald fara gagnvart almenningi. Eftir stendur þó ...
HVER Á VINDINN? - BRASK MEÐ ALMANNAGÆÐI

HVER Á VINDINN? - BRASK MEÐ ALMANNAGÆÐI

Umræða um vindorkuver á Íslandi hefur varla farið framhjá nokkrum einasta manni undanfarna mánuði og ár. Fjölmiðlar hafa greint frá mjög glannalegum áformum um stóra vindorkugarða, oft í eigu erlendra aðila. Þetta er enn einn anginn af botnlausri græðgisvæðingu samfélagsins. Ætlunin er að fórna landsvæði, útsýni og fuglalífi á altari fáeinna braskara og jafnvel fjárglæframanna.  Fjölmiðlar margir eru gagnrýnislausir, segja einungis frá áformunum en tengja þau ekkert við stærra samhengi.  Eftir því sem áherslan eykst á „græna orkugjafa“ sjá braskararnir sér einfaldlega leik á borði að ...