HVER Á VINDINN? - BRASK MEÐ ALMANNAGÆÐI
01.06.2021
Umræða um vindorkuver á Íslandi hefur varla farið framhjá nokkrum einasta manni undanfarna mánuði og ár. Fjölmiðlar hafa greint frá mjög glannalegum áformum um stóra vindorkugarða, oft í eigu erlendra aðila. Þetta er enn einn anginn af botnlausri græðgisvæðingu samfélagsins. Ætlunin er að fórna landsvæði, útsýni og fuglalífi á altari fáeinna braskara og jafnvel fjárglæframanna. Fjölmiðlar margir eru gagnrýnislausir, segja einungis frá áformunum en tengja þau ekkert við stærra samhengi. Eftir því sem áherslan eykst á „græna orkugjafa“ sjá braskararnir sér einfaldlega leik á borði að ...