Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Apríl 2021

ÚKRAÍNA: HVER BYGGIR UPP SPENNUNA?

Spennustig er hátt í Úkraínudeilunni. Diplómatísk samskipti Rússa og Bandaríkjanna hafa líklega ALDREI verið verri. Rússar hóta árásaröflum öllu illu. Samkvæmt NATO stunda þeir «óréttlætanlega hernaðaruppbyggingu». Það gera þeir þó innan eigin landamæra. Hver magnar upp spennuna? ...

ORKUPAKKAR ESB OG MARKAÐSVÆÐING ORKUMÁLA Í FRAKKLANDI

Í nýlegum skrifum var rætt um áhrif markaðsvæðingar orkumálanna í Bretlandi. Í stuttu máli má segja að reynslan sé hreint ekki góð fyrir almenning þar í landi. Eins og fyrri daginn eru þessi mál lítið rædd í íslenska ríkisfjölmiðlinum sem sýnir fullkomna meðvirkni með valdinu og dregur taum þess í hvívetna ... Breytingarnar eru þeim mun meiri og víðtækari eftir því sem pökkunum fjölgar. Þeir sem gleðjast mest eru braskararnir og fjárglæframennirnir enda breytingarnar gerðar til þess að greiða götu þeirra. Almenningur situr eftir með sárt ennið, enda verið rændur og má sæta okri og margskonar rugli í kjölfarið ...

GRUNDVALLARGILDUM FÓRNAÐ

...  Það er mjög greinilegt að smám saman tóku forystumenn meintra vinstriflokka, VG og Samfylkingarinnar síðari, þetta til sín og settu sér það markmið að afsanna slíkar fullyrðingar. Þeir skyldu sýna fram á að vinstriflokkar gætu vel náð þessum stöðugleika sem kjósendur virtust þrá svo mjög. Aðferðarfræðin sem beitt var til að ná þessu markmiði var þess eðlis að engu líkara var en að þessir flokkar væru að ganga beint í gildru sem á endanum gerði þessa flokka óþekkjanlega og ómögulegt að greina þá frá hægriflokkum fyrri tíma. Þeir sjálfir gátu svo fært sig tvö skref í átt að hreinu auðræði. Sú aðferðarfræði fólst í því að einangra „róttæka“ hluta hvers flokks ...

YS OG ÞYS ÚT AF NATO

Keflavík, Finnafjörður, Noregur, Úkraína. Jens Stoltenberg segir að Rússar verði að „hætta óréttlætanlegri hernaðaruppbyggingu í og við Úkraínu. NATO stendur með Úkraínu“. En NATO-myndin af yfirgangsstefnu Pútíns sem kjarna vandans er fölsk mynd.  Nýtt stjórnarfrumvarp er flutt af Guðlaugi Þór utanríkisráðherra ...  Í greinargerðinni segir ...   Á Alþingi Íslendinga er engin sjáanleg andstaða í öryggis og utanríkismálum. Eitt sinn var andheimsvaldastefna stór þáttur vinstristefnu og sósíalisma en sýnist nú vera gleymd ...

ÁHRIF MARKAÐSVÆÐINGAR ORKUMÁLANNA Í BRETLANDI - INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS - SÍÐARI GREIN

...  Eins og áður er komið fram gagnast svokallaðir snjallmælar [smart meters] vel í braskkerfi með raforku þar sem hægt er að mæla notkun í rauntíma.  Ef hins vegar slíkir mælar ættu að gagnast neytendum í alvöru þyrftu þeir að vera þannig útbúnir að þeir leiti líka að lægsta verði og skipti um rafveitu (sjálfvirkt) samkvæmt því. Neytandinn gæti þá treyst því að hann greiði ætíð lægsta verð í boði. Það væru snjallmælar sem snúa að   neytendahliðinni ...

UM VANDASAMT VEGABRASK

...  Vaðlaheiðargöng, braskdæmið í skötulíki, eru nú kölluð hluti af þjóðvegakerfi, sem að öðru leyti er i sameign þjóðar.  Áfram er þó vegabrask kappsmál. Megináherslan er því á að skuggsetja Vaðlaklúðrið, göng skráð sem séreign hlutafélags með eignaraðild stórfyrirtækja, en kostuð með almannafé. Vegabrask er ennþá pólitískt kappsmál. Síst er að vænta andstöðu SF eða VG við þann draum nýfrjálshyggjuafla. Vaðlaheiðargöng eru í raun ríkiseign, en þó ennþá skráð sem séeign ábyrgðarlauss skúffufélags, VHG hf.  Pínlegan ruglandann skal þagga sem kostur er, þótt  ...