Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Júní 2022

SAMRÆMD EIGNAUPPTAKA Í EVRÓPU? - ORKUSTEFNA ESB - FRAMHALDSSAGA

...  Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB.  Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra  ...

HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR

Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ...  Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...

FIMMTI ORKUPAKKI ESB KOMINN Á FÆRIBANDIÐ

...  Með hverjum pakka herðist kverkatak ESB á einstökum aðildarríkjum á sviði orkumálanna. Kvaðirnar og skyldurnar verða sífellt meira íþyngjandi og oft í engu samræmi við tilefnið. Hvað Ísland snertir má spyrja: hvert er raunverulegt gildissvið EES-samningsins? Þegar samningar eru gerðir (almennt talað) eru þar að jafnaði sérstök ákvæði um gildissvið, þ.e.a.s. um hvað samningurinn snýst og hversu langt hann nær. EES-samningurinn er stundum kallaður „lifandi samningur“ en í því felst að hann tekur breytingum, nýjar ...