Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Janúar 2022

UNDIR WOLFSANGELFÁNA: VINIR OKKAR Í ÚKRAÍNU

Það hefur verið makalaust að fylgjast með fréttaflutningi af ástandinu í Úkraínu. Deilan er máluð þannig að hún snúist nánast einvörðungu um yfirgang Rússa (Pútíns) og gefið er í skyn að allri mótstööu við valdhafa í Kænugarði sé handstýrt frá Kreml. Ekki er svo mikið sem tiplað á tánum í kringum tvö mjög mikilvæg smáatriði í kringum þennan fréttaflutning. Það fyrsta er það að andspyrnan gegn stjórnvöldum í Kænugarði er ekki í höndum fámenns liðs handbenda Moskvu, heldur er sá hópur innan Úkraínu sem er á móti stjórninni sem tók völdin í kjölfar EuroMaidan beinlínis stærri en þeir sem fylgja henni. Hin staðreyndin er sú að hersveitirnar sem stefna nú á stóráhlaup á austurhluta Úkraínu eru að ...

"VOPN KVÖDD" Í AFGANISTAN

Stríðsleikir, manndráp, hafa lengi verið skemmtan manna oft sögð uppspretta menningar. Hér á útúrborunni Íslandi var lítið um krassandi stríð forðum, sögur af manndrápum urðu þó kjarnafæðan, Íslendingasögur. Alltaf var haft sem réttast þótti, heiður höfunda lá undir.  Heimsbókmenntir að fornu og nýju snúast um manndráp og stríð að miklu leyti og veita leiklist innblástur. Listasöfn yrðu fátækleg án stríðs-mynda. Ekki skortir stríð og dráp í kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tölvuspilin, mikla skemmtiblessun. Morðsögur eru best seldar bækur nú á Íslandi. Trúarbrögð mörg eru tengd ofbeldi, sem þau upphefja, og boðberar þeirra oft í drápshug. Ein stríðssagna í nútíma snýst um Afganistan. Opinbera útgáfan er þó ...

SKYLDUBÓLUSETNINGAR LEYSA EKKI VANDANN

Það er nokkuð rætt um skyldubólusetningar þessar vikurnar. Ríki á meginlandi Evrópu hafa t.a.m. farið þá leið að skylda bólusetningar vegna veiki þeirrar sem kennd er við Covid-19. Þar hefur m.a. verið stuðst við dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli ...  Eins og kemur fram í dóminum er í tékkneskum sóttvarnarlögum nr. 258/2000, 1. mgr. 46. gr., kveðið á um það að fólk með fasta búsetu, og útlendingar sem heimild hafa til langtímabúsetu í Tékklandi, skuli gangast undir hefðbundnar bólusetningar í samræmi við ítarleg skilyrði sem sett eru fram í afleiddum lögum [reglugerðum]. Forráðamenn barna, yngri en 15 ára, bera ábyrgð á því að skyldunni sé framfylgt.  Almennt er litið svo á að ...

HVAÐ RÆÐUR MESTU UM HEGÐUN NOTENDA Á RAFORKUMARKAÐI?

Ef reynt er að lesa í vilja íslenskra kjósenda að loknum kosningum til Alþingis virðist sem talsverður hluti þeirra sé ekki mjög óánægður með yfirstandandi braskvæðingu raforkumálanna. Líklegt er að sú afstaða haldist óbreytt þangað til notendur sjá áhrifin með vaxandi þunga á rafmagnsreikningum sínum. Þegar breytingarnar skila sér í buddu notenda,  með gríðarlegum hækkunum , kann að verða breyting á. En það gildir hér, eins og víða annars staðar, að best er að bregðast við í tíma, ekki bíða þar til allt er komið í óefni. Það stefnir nefnilega í  ...