Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

September 2020

COVID-19, VERKFÆRI Í STÉTTABARÁTTU

...  Þetta hefur líka verið ríkjandi stefna frá upphafi þessa sjúkdóms. Frá byrjun hafa RÚV og helstu fjölmiðlar landsins talað um kórónuveiruna sem heimsfaraldur í sérflokki. Sem einstæðan, afar mannskæðan sjúkdóm og óútreiknanlegan ekki síður. Sem ógni mannkyninu sjálfu! Með því eru fjölmiðlarnir annars vegar málpípur hinnar opinberu heilbrigðisstefnu og stunda hins vegar hreina æsifréttamennsku. Afleiðingin er almennur ótti og óöryggi ...

VITUÐ ÞÉR ENN- EÐA HVAÐ ?

...  Hræddir eru nú íslenskir lífeyrissjóðir, sem þegar hafa skráð yfir 5 ma skaða af fyrri stuðningi við BakkiSilicon hf, en gætu tapað þrefalt því til viðbótar eins og nú horfir. Krísan er marghliða. Áður en drullumall kola og grjóts kísilvers PCC á Bakka fór í vaskinn datt upp fyrir plan um risaálver ALcoa á þeim stað.   Afhroð arftaka þess er því sérstakt reiðarslag fyrri boðbera stóriðju, sem snilldarráðs.   “ Bakkakrísan” er ekki bara einfalt peningalegt afhroð stórra málsaðila ...

STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA - síðari grein

... Vonandi hefur þessi stutta umfjöllun, í tveimur greinum, fært einhverja lesendur nær skilningi á alþjóðlegum dómstólum og gerðardómum. Segja má að hlutverk alþjóðlegra dómstóla, eins og t.d. stríðsglæpadómstóla, sé ekki hvað síst að senda skýr skilaboð um það að sameinuð ríki heims muni láta sig það varða ef ákveðin ríki önnur láta viðgangast að þar séu framin þjóðarmorð og stríðsglæpir. Að slíkt verði ekki látið átölulaust. Nú geta menn í sjálfu sér deilt um það hvernig réttlæti virkar í raun og hvernig mismunandi ríki standa þar gagnvart réttlætinu ...

BALLERI-BRELLAN

Vopnasali til “heppilegra” herstjóra i Afríku að undirlagi CIA og stoltur útgerðarstjóri eigin” öryggissveita” til heppilegra manndrápa m.a. í Sómalíu, gerðist Íslandsvinur 2019. Michele Ballarín er hörkukvendið, sú sem keypti flugfreyjubúninga WOW 2019 ( þó án innihalds) og hélt að flugfélag fylgdi með í tombóluverði. Boðaði þvi ný flugtök WOW um jól en graut skorti i skálina, vængi á fuglinn.  Nýkveikt ást ...

ÁRÁSIR Á FLÓTTABÖRN

Samblanda af kynþátta-, trúarfordómum og fávisku er rót að illgjörnum árásum á fjögur egypsk flóttabörn og foreldra þeirra, sem hér hafa leyft sér að guða á glugga. Mannorðsníðingar dylgja um föður barnanna, stimpla hann sem líklegan “hryðjuverkamann” ! Fyrir það ámæli eiga ekki síst börn hans að líða. Maðurinn varð aktívisti þegar “ arabíska vorið” kom 2011 til Egyptalands, andóf gegn harðræði. Ekki fer allt að óskum og frá 2014 tók við ný harðstjórn, fræg fyrir ofsóknir gegn fyrri “ ólátabelgjum” Launmorð, pyntingar, aftökur, ólögmætar fangelsanir hafa snúið að þúsundum í Egyptalandi og gera það enn. Þá eru stimplar ekki sparaðir af ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA NÍU - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

 ... Efist einhver um að þetta sé raunverulega svona í pottinn búið, þá ætti sá hinn sami/sú hin sama að spyrja sig: hefur einhvern tíma verið kosið um þetta fyrirkomulag [að Ísland yrði hluti að innri orkumarkaði Evrópu]? Hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulagið? Kallar þjóðin sjálf eftir þessu fyrirkomulagi? Er hugtakið „lýðræði“ það fyrsta sem fólki kemur til hugar í þessu ferli öllu saman, eða frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur? Eru stjórnmálamenn tilbúnir að leggja spilin á borðið í þessu máli fyrir næstu kosningar? [Þvert á flokka] ...

PCC SE. - ÚTRÁSIN TIL ÍSLANDS.  ( Um eiganda og skuldabera hans)

Þýski hringurinn PCC SE, sérhannað útrásarfyrirtæki, gumar af yfirráðum og eign á 82 leppfyrirtækjum sínum í 18 ríkjum víðsvegar um heim, einu á Íslandi. Öll bera þau sjálfstæða ábyrgð, en eiga að skila eiganda arði. Íslenska “ útibú” PCC SE hlaut nafn, BakkiSilicon hf. Eigandinn hefur ráðskast með öll umsvif þess á Íslandi og erl.viðskipti þess. En sett alla ábyrgð á herðar BakkiSilcon hf, m.a. gífurlega skuldabyrði, sem nú er að sliga útibúið á Íslandi. Við bætast ...

STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA

Í umræðu samtímans gætir eðlilega nokkurs misskilnings hvað snertir alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Misskilningurinn er fullkomlega eðlilegur sökum þess að dómstólarnir eru margir, þeir eru langt frá fólki í daglegum veruleika lífsins og fjalla um mál sem mörgum eru fjarlæg. Í fyrsta lagi þarf að gera greinarmun á alþjóðlegum dómstólum annars vegar og svæðisbundnum (regional courts) dómstólum hins vegar [sbr. Mannréttindadómstól Evrópu].  Í öðru lagi þarf að hafa í huga hvaða   ...

MERKILEG BÓK UM ATBURÐINA 11. SEPTEMBER 2001 Í SAMHENGI

Í dag er árásin á Tvíburaturnana 19 ára. Nýlega kom út (á ensku, af íslensku forlagi) ný bók um atburðina sem áttu sér stað þann 11. september 2001. Þetta er gríðarlega vel unnin og beinskeytt bók sem nær að fanga marga mikilvægustu þættina um þetta málefni. Bókin  America´s Betrayal Confirmed. 9/11: Purpose, Cover-up and Impunity,   er sterk bók um stórmál. Elías Davíðsson er baráttumaður mannréttinda, hefur einnig mjög fjallað um náttúruverndarmál og lýðræði en öðru fremur hefur hann sem sérsvið málefni hryðjuverka (undir fölsku flaggi sérstaklega) ...

DANSKAR UPPLÝSINGAR UM NETÓGNIR

Fréttir RÚV 3. september greindu frá óundirbúnum fyrirspurnum til utanríkisráðherra á Alþingi. Þar kom fram: „Hneykslismál sem umlykur dönsku leyniþjónustuna snertir Íslendinga með beinum hætti sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, og vísaði til þess að leyniþjónusta danska hersins veitti bandarísku leyniþjónustunni aðgang að ljósleiðurum ...