Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Apríl 2007

HVERS VEGNA EIGUM VIÐ AÐ LEGGJA JAFNA ÁHERSLU Á NÁM Í VERKMENNTA- OG MENNTASKÓLUM?

Á borgarafundi í Kastljósi 24. apríl s.l. í tilefni alþingiskosninganna, kom fram hvílíkt ofurkapp núverandi stjórnvöld hafa lagt á stofnun háskóla, - háskóli er lausnarorðið.

NÚ ER KOMIÐ NÓG

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd á Íslandi í 16 ár. Ýmsum þykir þetta vera 16 árum of mikið en ég held að flokkurinn hafi sýnt og sannað að einu megi treysta þegar hann fer með stjórn – þá verða þeir ríku ríkari og þeir fátæku fátækari.Auðvitað hefur eitthvað gott gerst á þessum langa tíma.

TÍMINN OG VATNIÐ

Landsfund Sjálfstæðisflokksins skorti kjark til að minnast á Íraksmálið í ályktunumsínum, komplexinn er áberandi.

AÐ STJÓRNA ÞJÓÐFÉLAGI ER EINS OG AÐ SJÓÐA MARGA FISKA Í EINUM POTTI

Nú hefur forysta Sjálfstæðisflokksins verið endurkjörin með rússneskri kosningu, rétt eins og oftast áður. Spurning hvort Geir Haarde hafi farið af landsfundinum heim með fegurstu stelpunni, skal ósagt látið.Frá því eg byrjaði að fylgjast gjörla með stjórnmálum fyrir um 4 áratugum þá hefur mér alltaf fundist að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi yfirleitt reynt að forðast að taka afstöðu í nokkru deilumáli sem upp hefur komið í íslensku samfélagi.

GLEYMIST MISRÉTTI STÉTTASKIPTINGARINNAR?

 Vikulegar skoðanakannanir Gallups, sýna allar sömu þróun og það sem meira er, flestir áhugamenn um stjórnmál hafa á tilfinningunni að kannanarnir séu í góðu samræmi við það sem þeir finna fyrir í sínu nærumhverfi.

HÆTTUM AÐ ATAST Í FRAMSÓKN OG SNÚUM OKKUR AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM

Fylgisaukning Vinstri grænna í skoðanakönnunum að undanförnu er mjög ánægjuleg. Lítið fylgi Framsóknarflokksins er líka fagnaðarefni.

PALLI EINN Í HEIMINUM

Eftir að ohf-ið kom sem skraut aftan við nafn okkar ágæta Ríkisútvarps hefur það gerst að yfirstjórn fyrirtækisins hefur nú aðsetur í Valhöll, á meðan það er einsog Gróa í Efstaleiti sé einvörðungu kjaftatík sem kemur illafengnum upplýsingunum til skila.Það merkilegasta sem Palli litli gerði þegar hann var orðinn einn í heiminum, var að hækka eigin laun.Það þarf engum manni að dyljast að óæskilegu starfsfólki var fækkað hjá stofnuninni þegar RÚV var breytt í hlutafélag.

ER EINKAREKSTUR LAUSNIN?

Nú hefur verið uppi mikil umræða um einkarekstur innan skólakerfisins og í síðasta Silfri Egils var Margrét Pála mætt til að tala fyrir því að það væri kvenfrelsismál að einkavæða skólakerfið að mér skildist.