Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Apríl 2008

NÝJA VINSTRIÐ

Um þessar mundir er mikið gert úr því að vinstrihreyfingar séu í einhverskonar vanda, að þörf sé á hugmyndafræðilegri endurnýjun.

HUGMYNDIR UM AFNÁM LANDBÚNAÐAR-TOLLA ÚRELTAR?

Nú berast fréttir utan úr heimi af hækkandi matvælaverði, jafnvel svo að til uppþota hefur komið. Talað er um að brjóta þurfi ný lönd til ræktunar, jafnvel fórna regnskógum.

SÆTTUST STÉTTIRNAR?

Las stórskemmtilegt viðtal við Ögmund í Fréttablaðinu. Hann bendir réttilega á að nær sé að leggja hærri skatta á auðmenn og að samfélagið deili út peningunum, en að þeir velji sér verkefni til að styrkja eftir geðþótta.

FAGRA ÍSLAND, FÓRNARLAMB STJÓRNAR-VIÐRÆÐNA

Formaður Samfylkingarinnar lét þau ummæli falla nýverið að „[k] lækjastjórnmál, þar sem flokkar og einstaklingar reyna ýmist að klekkja hver á öðrum eða krafsa til sín þau völd og áhrif sem þeir komast yfir án tillits til þess umboðs sem þeir fengu í kosningum, hafa oft verið mikill skaðvaldur í íslenskum stjórnmálum...[n]ú er ekki tími fyrir klækjastjórnmál, refsskap og útúrsnúninga heldur hreinskiptni og heilindi..." . . Vel má taka undir þessi orð formannsins um að heilindi séu lykilatriði í stjórnmálum og að án heiðarleika og hugsjóna séu stjórnmálamenn lítils virði.

GRÆNA HAGKERFIÐ AÐ HÆTTI SAM-FYLKINGAR-INNAR?

Fyrir kosningar kynnti Samfylkingin umhverfisstefnuskrá sína „Fagra Ísland". Sunnudaginn 30. mars ræddi stjórn Samfylkingarinnar Grænt hagkerfi á fundi sínum en framsögu hélt umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir.

FRIÐÞÆGING SAMFYLKING-ARINNAR

Þau voru athyglisverð ummæli Lúðvíks Bergvinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, í liðinni viku. Lúðvík var spurður út í enn eina ályktun Ungra jafnaðarmanna gegn stefnu ríkisstjórnarinnar sem flokkur hans á aðild að.