11.04.2008
Huginn Þorsteinsson
Formaður Samfylkingarinnar lét þau ummæli falla nýverið að „[k] lækjastjórnmál, þar sem flokkar og einstaklingar reyna ýmist að klekkja hver á öðrum eða krafsa til sín þau völd og áhrif sem þeir komast yfir án tillits til þess umboðs sem þeir fengu í kosningum, hafa oft verið mikill skaðvaldur í íslenskum stjórnmálum...[n]ú er ekki tími fyrir klækjastjórnmál, refsskap og útúrsnúninga heldur hreinskiptni og heilindi..." . . Vel má taka undir þessi orð formannsins um að heilindi séu lykilatriði í stjórnmálum og að án heiðarleika og hugsjóna séu stjórnmálamenn lítils virði.