Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Desember 2020

WORLD ECONOMIC FORUM OG "ENDURSTILLINGIN MIKLA"

... Kórónukreppan eykur misskiptinguna í samfélaginu. Það er óleystur félagslegur vandi að kapítalismi dagsins í dag þarf ekki allt þetta fólk til að halda uppi framleiðslukerfi sínu. Hvað á þá að gera við hina sem er ofaukið? Þeir breytast úr virkum samfélagsborgurum í ómaga. Borgaralaun þýðir að „launþeginn“ missir allt samband við atvinnulíf, vinnufélaga, stéttarfélag og sköpun í samvinnu við aðra. Sömuleiðis missir hann vopnið sem samstaðan gefur verkafólki til að bæta stöðu sína og breyta samfélaginu, og verður valdalaus. Þar að auki: Það er fræðilega hægt að sjá fyrir sér sósíaldemókratískt velferðarríki (norrænt módel fyrir aldamót) þar sem meirihluti þegnanna væri iðjulaus á „sósíalnum“, en í harðkapítalískum heimi næstu ára og áratuga er það ekki fræðilegur möguleiki ... ...

HEIMSVALDASTEFNAN OG BANDARÍSKU KOSNINGARNAR

Trumpisminn sem pólitísk stefna tengist öðru fremur neikvæðri afstöðu til „hnattvæðingarstefnu“. Afstaða bandarískra stjórnvalda til þessa fyrirbæris er afgerandi hluti af stjórnmálum risaveldisins eina – og okkur hina jarðarbúana skiptir hún líka býsna miklu máli. „America is back“ hrópaði Joe Biden eftir kosninganóttina og vísaði til þess forustuhlutverks í alþjóðamálum sem Trumpstjórnin hefði sagt sig frá en skyldi nú tekið upp aftur. Það er orðin viðtekin venja að kenna heimskapítalismann eftir 1990 við „hnattvæðingu“. Þetta er jafnframt það tímabil sem ...