Litið við á Kúbu
30.04.2004
Ég fór til Kúbu fyrir skömmu sem ekki er í frásögur færandi. Það hefur fjöldi íslendinga farið þangað á undanförnum árum. Kúba hefur sérstöðu í hugum fólks, þessi eyja sem lenti í því að verða bitbein stórveldanna. Í hugum margra er Kúpa líka einskonar forngripasafn þar sem tíminn standi í stað og margir vilja koma þangað meðan Kastró er enn á lífi því við fráfall hans muni allt breytast.