MESTU SVIK STJÓRNMÁLA-SÖGUNNAR
18.11.2009
Sæll Ögmundur.... Ég óska Ásmundi Einari Daðasyni til hamingju með formannskjörið í félagi sjálfstæðissinna "í Evrópumálum". Ég eins og þú er meðlimur í Heimssýn, sem ég vil frekar kalla Heimsýn, og báðir viljum við halda okkur utan afskipta og oks annarra þjóða!. Ég er einnig mjög á móti samþykkt Iceslaves á Alþingi áður en að dómstólar hafa skorið úr um hvort saklausum íslenskum almenningi sé skylt að greiða fyrir afglöp stjórnmálamanna og fjárglæpamanna! . Ég hef talið að með því að neita Iceslave, þá séum við einnig að neita Evrópuaðildinni og jafnvel afskiptum AGS af stjórnmálum Íslendinga, þó það sé fullkomlega réttlætanlegt að hafna Iceslave algjörlega, málefnalega á eigin grundvelli. . Ég var mjög á móti að Alþingi leyfði aðildarviðræður við Evrópusambandið og ég og fjöldi annarra kjósenda hefðum aldrei kosið VG, hefðum við vitað að VG, hefði gert samkomulag við alþjóðakratana að hefja aðildarumræðurnar. Sama má segja um að samþykkja að AGS tæki við stjórn landsins.