Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Nóvember 2009

MESTU SVIK STJÓRNMÁLA-SÖGUNNAR

Sæll Ögmundur.... Ég óska Ásmundi Einari Daðasyni til hamingju með formannskjörið í félagi sjálfstæðissinna "í Evrópumálum".  Ég eins og þú er meðlimur í Heimssýn, sem ég vil frekar kalla Heimsýn, og báðir viljum við halda okkur utan afskipta og oks annarra þjóða!. Ég er einnig mjög á móti samþykkt Iceslaves á Alþingi áður en að dómstólar hafa skorið úr um hvort saklausum íslenskum almenningi sé skylt að greiða fyrir afglöp stjórnmálamanna og fjárglæpamanna! . Ég hef talið að með því að neita Iceslave, þá séum við einnig að neita Evrópuaðildinni og jafnvel afskiptum AGS af stjórnmálum Íslendinga, þó það sé fullkomlega réttlætanlegt að hafna Iceslave algjörlega, málefnalega á eigin grundvelli.  . Ég var mjög á móti að Alþingi leyfði aðildarviðræður við Evrópusambandið og ég og fjöldi annarra kjósenda hefðum aldrei kosið VG, hefðum við vitað að VG, hefði gert samkomulag við alþjóðakratana að hefja aðildarumræðurnar.  Sama má segja um að samþykkja að AGS tæki við stjórn landsins.

SUBBUSKAPUR!!!

Heildarkröfur í bú Landsbankans eru miklar og tap viðskiptamanna hans um 6500 milljarðar króna. Fyrir utan stjórn bankans, sem ber afar vel skilgreinda ábyrgð á rekstri hans, bera eigendur, bankastjórar og æðstu stjórnendur mesta ábyrgð á óráðsíunni.

ANNARS EIGUM VIÐ AÐ FARA Í RUSLFLOKK!

Því miður eru margir skólar ekki að standa sig betur en svo að þeir eru ekki einu sinni með myndavélakerfi í skólunum og auglýsa sig svo sem mjög öfluga í að vinna gegn einelti.

EKKI SKULDAÞRÆLAR!

Ögmundur.. Pétur Örn spurði þig af ærnu tilefni og þú vísaðir í þessi lokaorð pistils: "Að öðru vísi samsett ríkisstjórn hefði leitt til svipaðrar niðurstöðu.

ÞAÐ Á AÐ STÖÐVA BARNAVERNDAR-NEFND

Sæll Ögmundur. Það þarf að stöðva Barnaverndanefnd strax og taka völdin af henni og ef starfsmenn Barnaverndanefndar hlýða ekki þá á að láta lögregluna hirða þá.

"ÞÚ TREYSTIR ÞÉR EKKI..."

Er ekki raunverulega ástæðan fyrir að þú sagðir upp í þessari ríkisstjórn að þú getur ekki horfst í augu við þann niðurskurð sem er framundan? Þú treystir þér ekki í þetta og notar svo Ice-save sem afsökun og heldur að þú sért þjóðarhetja.

EKKI SAMÞYKKJA

Ögmundur! . þú ert eina von okkar til að þetta verði ekki samþykkt!!!!!!!!!! Guðfríður Lilja virðist ætla að guggna á síðustu metrunum.

VARIST AÐ SKATTLEGGJA KREPPUNA

Heill og sæll Ögmundur.. Í allri þessari umræðu um skattamál, hefur aldrei borist til tals að hækka skatta prósentuna á arðgreiðslur fyrirtækja???? það er á allra vitorði að fyrirtæki nýta sér þessa lágu prósentutölu, væri ekki nær að horfa í þá átt frekar en að leggja á umframgreiðslugetuskatt á landslýðinn.

SPURT AF ÆRNU TILEFNI

Ein einföld spurning, eða kannski tvöföld, til þín Ögmundur. Spurt af ærnu tilefni. Ætlar þú að standa vaktina í Icesave málinu, eða ætlar þú og kannski fleiri að lyppast niður í káetu líkt og Guðfríður Lilja, að boði heyrnarlausra Stalínista og heimskapítalista?. Pétur Örn . . Þakka þér bréfið Pétur Örn.

GEGN OFRÍKI

Kæri Ögmundur.. Þú ert okkar eina von. Ég get ekki sætt mig við þetta ofríki Breta og Hollendinga og vonandi fellur þú þennan samnig,. með kveðju.