Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Ágúst 2010

EITTHVAÐ ER ÞETTA TRUFLANDI

Ótrúleg eru viðbrögðin við grein þinni um Ísland og ESB. Greinilega er mikill vilji til að leggja allt sem þú segir út á versta veg.

GET EKKI VERIÐ Í SAMA FLOKKI OG ÞÚ!

Kæri Ögmundur, . Takk fyrir pistilinn sem ég hef beðið eftir allan daginn :) Ég hafði ákveðnar grunsemdir en eftir lesturinn get ég séð að það er nánast ómögulegt að við getum verið í sama flokki.

ER EKKI MÁL AÐ LINNI?

Sæll Ögmundur. Eftir að hafa horft upp á allan loddara-spuna ríkisstjórnar VG og Samfylkingar og valdbeitingu hennar til dýrðar AGS, sem Baldur Andrésson lýsir ágætlega í grein sinni "UM SKÚFFUR OG SKÖMM", þá leitar hún nú ákaflega á mig spurningin: Hvernig getur þú eiginlega stutt þessa ríkisstjórn ál-fursta, sæ-greifa, fjárglæpamanna, hrægamma og AGS? Þessi ríkisstjórn getur skreytt sig með hvaða orðaleppum sem er, en að mínu mati er þetta dæmigerð hægri-stjórn með ríkis-valds-vafningi! Er ekki mál að linni Ögmundur? Og að hér verði boðað til kosninga, enda hefur þessi stjórn ekki þjóðar-meirihluta, enda er hún SVIK OG SKÖMM! Þjóðin vill DEBATT og VIRKT LÝÐRÆÐI.