Það örlar á pólitískri örvæntingu í þessum pistli og á ég þar við ummælin um Sjálfstæðisflokkinn. Eitt er ljóst, fólk vill eitthvað allt annað en VG og Samfylkinguna.
Sæll Ögmundur.. Þakka pistilinn um lýðræði eða raunverulega virðingu fyrir skoðunum annarra. Frábær pistill. Þú lýkur samantekt þinni með orðunum: "...frá núverandi stjórnarandstöðu, sem helst grætur auðlegðarskatt og tregðu við að falbjóða orkuauðlindirnar fjölþjóðaauðvaldi til brúks".
Sæll Ögmundur. Hyggst þú áfram styðja ríkisstjórnina eftir að Jóni Bjarnasyni hefur verið bolað í burtu? Svona í ljósi þess að VG talaði um opna og gagnsæja stjórnsýslu væri gott að fá svör við þessu.