Fara í efni

Frá lesendum

BURT MEÐ ÓVÆRUNA

Sæll Ögmundur, Það þarf að drífa í því að byggja nýtt fangelsi og halda áfram að leggja áherslu á að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

ÞÚ ERT ÁBYRGUR!

Jæja félagi, hvað þarf til þess að þú gerir eitthvað? http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/kona-i-hafnarfirdi-osatt-eftir-rassiu-15-logreglumenn-ruddust-inn-sneru-ollu-a-hvolf-og-berhattudu-mig  Ég veit um feiri svona mál, þar á meðal eitt þar sem lögreglan hafði ekki heimild, í því máli var fórnarlambinu ekki misþyrmt kynferðislega, en hún var laminn - og ég veit að fórnarlambið hefur reynt að fá þig til að gera eitthvað í málunum.

EKKI SELJA EIGNARHALD ÚR LANDI!

Þakka þér Ögmundur fyrir greinina í Fréttablaðinu í vikunni. Þú virðist vera eini pólitíkusinn sem heldur uppi vörnum fyrir okkur sem viljum ekki selja ( gefa) landið útlendingum.

HUGSAÐU ÞINN GANG!

Sæll Ögmundur, mér finnst viðhorf þín til útlendinga, hvort sem það eru Kínverjar, Rússar eða fólk frá meginlandi Evrópu, vera komin á ískýggilegt stig, farin að nálgast hreina andúð.

ENGA MISMUNUN

Til hamingju með nýju lögin um gjaldeyrishöft. Það er ekkert annað en mismunun að greiða Bretum og Hollendingum í Evrum og Pundum úr þrotabúi Landsbanka en innlendum kröfuhöfum í íslenskum krónum innanlands í landi þar sem ríkja gjaldeyrishöft.. mkv. Hreinn K. . PS.

SÁU ÞETTA FYRIR FERMINGU!

Nú er liðin vika af Landsdómi og það er strax komið meira en nóg. Þeir sem í einlægni trúðu því að þarna væri haslaður völlur fyrir hið endanlega uppgjör við hrunið hljóta að telja þetta guðlast.

RÉTT SKAL VERA RÉTT

Fyrrum bæjarstjóra í Kópavogi tryggðar um 20 milljónir við það að vera sagt upp, börn sem voru lamin, lokuð inni, foreldralaus, látin drepa hænur 4 ára gömul, þvinguð til vinnu, og jafnvel misnotuð kynferðislega - boðnar 2.3 milljónir af ríkinu, - jafnvel þrátt fyrir það að hafa verið í þeim aðstæðum í áraraðir á vegum barnaverndaryfirvalda.

ÓGNANDI EINKENNIS-FATNAÐUR?

Sæll. Hvernig er það, á meðan þú hefur ahyggjur af uppgangi manna í "ógnandi fatnaði" á mótorhjólamönnum, þá ganga hérna um hundruðir manna í svörtum og ógnandi einkennisfatnaði og berja og kúga og hjalpa fjarmögnunarfyrirtækjum að stela bílum m.a.

ERU ÞETTA LANDRÁÐ?

Sæll Ögmundur.. Þeir hlógu sig máttlausa viðhlægjendur valdastéttarinnar, að þeim sem settu spurningar við rekstur banka 2006 og 2007.

UM TRÚARLEGT RÓTARKERFI

Vil þakka þér vel valin orð og skynsamleg í ávarpi á morgunverðarfundi um trúfrelsi sem ég las hér á síðunni.