Fara í efni

Frá lesendum

UM LÍF VG AÐ TEFLA

Sæll Ögmundur. Ég verð að játa það að athugasemd Hafsteins um Álfheiði er mjög áleitin, vægast sagt. Hitt sem ég vildi nefna er að mín upplifun er að komið er að vissum þáttaskilum í tilvist Vinstri Grænna.

JÓN EKKI FORRITAÐUR

Hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að með auknu og auðveldara aðgengi að hráefni nýtilgreinds sjávarfangs, sé verið að kippa rekstrargrundvellinum undan útgerðinni.

SITUR HÚN FUNDINA?

Sæll Ögmundur.. Vinstri grænir gagnrýndu á sínum tíma að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skyldi, í ljósi stórskuldugs eiginmanns, taka þátt í umræðum bak við luktar dyr um efnahagsviðbrögð í kreppu og fyrirætlanir ríkisstjórnar.

EITT LÍFEYRISKERFI FYRIR ALLA

Í nær 40 ár hef ég talað fyrir því að einu lífeyriskerfi yrði komið á fyrir alla landsmenn. Allan þennan tíma hef ég talað fyrir þunnum eyrum á vettvangi atvinnulífsins er ég hef sagt frá þeirri skoðun minni að greiðslur launamanna í lífeyrissjóði væru hreinar skattagreiðslur, enda lögbundnar greiðslur.

SEKTIN ER YKKAR ALLRA

Sæll Ögmundur. 1 lítil spurning frá mér til þín ... með smá skýringu minni og svo spurningar 2, 3, 4, 5 í lokin.

RÁÐ TIL BÖRGÓLFS THORS

Loksins kom að því að einhver hinna meintu höfunda glundroðasamfélagsins steig upp og settist við hlið lánadrottna sinna til sáttagjörða.

UM ÁBYRGÐ ÍSLENDINGA OG ÖFGAHÓP VG

Hverjir eru þessir kröfuhafar? Heimóttarskap Íslendinga og skorti á sjálfsgagnrýni eru lítil takmörk sett. Það eru afar fáir sem taka upp hanskann fyrir það fólk, félagssamtök og fyrirtæki sem töpuðu miklum fjármunum á gjaldþroti Íslands.

SÓMASAMLEGT DÓMSKERFI

Matsfyrirtækið FITCH hefur áhyggjur af íslenska fjármálakerfinu, eða þeim sem eiga kröfur á hina föllnu banka eftir að hafa lánað þeim ótæpilega í nokkur ár.

BIRTIÐ NÖFNIN

Sæll Ögmundur. Íslensku bankarnir grófu sér sína eigin gröf og margra viðskiptavina sinna og urðu gjaldþrota. Nýju bönkunum stjórna þó enn margir þeirra sem í þeim eldri sátu og flestir starfsmanna eru úr gömlu bönkunum.

ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ SLKRÍÐA Í FELUR?

Ögmundur, hvenær ætlar restin að þinghópi VG sem varð fyrir SMS skilaboðunum og öðrum hótunum í aðdraganda ESB atkvæðagreiðslunnar að vakna og gangast við þeim? Er ekki komin tími til að talað sé tæpitungulaust um þessi mál og að menn hætti að meðhöndla þetta mál sem eitthvað tabú sem ekki má ræða opinskátt, er undirlægju hátturinn við Samfylkinguna svo mikill að þingmenn VG skríði í felur þegar þetta er rætt opinberlega og þegja þunnu hljóði í stað þess að gangast við málinu.