Fara í efni

Frá lesendum

TELUR ESB TIL GÓÐS

Ekki er allt stuðningsfólk VG á móti ESB, öðru nær. Það eru fyrst og fremst 2 þjóðfélagshópar sem óttast um hagsmuni sína verði gengið í bandalagið, útgerðarmenn og bændur.

HITTIR NAGLANN Á HÖFUÐIÐ

Ég hvet alla til að lesa grein Björns Jónassonar í Frjálsum pennum hér á síðunni. Hann skýrir ágætlega hvers vegna bírókratar og háskólamenn margir verða svona æstir þegar ESB bátnum er ruggað.

STÓRVELDIS-DRAUMAR ESB

Þegar ég las ummæli Hermans van Rompuy um ESB fannst mér ég heyra bergmál úr fortíðini. Hvaða félagsskapur er okkur ætluð að ganga í? Stórveldisdraumar úr Evrópu hafa aldrei orðið til frambúðar.

STUDDUÐ FÁRÁÐSUMSÓKNINA

Blessaður Ögmundur. Greinin þín VIRKISTURN Í NORÐRI? var afar góð og vel skrifuð og mér fannst nákvæmlega engu skipta þó þú hafir notað e-r orð sem sumum fannst ekki passa.

GREIN ÞÍN ÁTTI ERINDI!

Sæll Ögmundur.. Ég vil skrifa þér nú vegna viðbragða á netinu við Morgunblaðsgreininni um Evrópusambandið sem birtist í vikunni og hefur valdið nokkrum styr.

EITTHVAÐ ER ÞETTA TRUFLANDI

Ótrúleg eru viðbrögðin við grein þinni um Ísland og ESB. Greinilega er mikill vilji til að leggja allt sem þú segir út á versta veg.

GET EKKI VERIÐ Í SAMA FLOKKI OG ÞÚ!

Kæri Ögmundur, . Takk fyrir pistilinn sem ég hef beðið eftir allan daginn :) Ég hafði ákveðnar grunsemdir en eftir lesturinn get ég séð að það er nánast ómögulegt að við getum verið í sama flokki.

ER EKKI MÁL AÐ LINNI?

Sæll Ögmundur. Eftir að hafa horft upp á allan loddara-spuna ríkisstjórnar VG og Samfylkingar og valdbeitingu hennar til dýrðar AGS, sem Baldur Andrésson lýsir ágætlega í grein sinni "UM SKÚFFUR OG SKÖMM", þá leitar hún nú ákaflega á mig spurningin: Hvernig getur þú eiginlega stutt þessa ríkisstjórn ál-fursta, sæ-greifa, fjárglæpamanna, hrægamma og AGS? Þessi ríkisstjórn getur skreytt sig með hvaða orðaleppum sem er, en að mínu mati er þetta dæmigerð hægri-stjórn með ríkis-valds-vafningi! Er ekki mál að linni Ögmundur? Og að hér verði boðað til kosninga, enda hefur þessi stjórn ekki þjóðar-meirihluta, enda er hún SVIK OG SKÖMM! Þjóðin vill DEBATT og VIRKT LÝÐRÆÐI.

TENGIL VANTAR

Þú segir í pistli þínum um vatnið og atkvæðagreiðsluna hjá SÞ að auðhringurinn Bechtel hafi jafnvel viljað meina fólki að nýta sér rigningarvatn í Bólívíu og segist hafa fjallað um það hér á heimasíðu þinni.

UNDARLEGAR SPURNINGAR?

Hvernig stendur á því Ögmundur að þú spyrð svona einkennilegra spurninga á síðunni þinni - sem er væntanlega hugsuð almenningi til aflestrar.