Fara í efni

Frá lesendum

KÓRÓNA OG KREPPA

Fljótt sjáum tima fátæktar færast í aukana En líka endalok allsnæktar og sparibaukanna. Um kórónuveiru og kreppuna syngja kapítalisminn okkur virðist íþyngja bágt er tjónið við Bláalónið en þar virðist alveg galtóm pyngja. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

VILTU SPÁ?

Telur þú meiri eða minni líkur á að Alþingi setji lög sem banni eignasöfnun auðmanna á landi? Heldurðu að ríkisstjórnin telji sig komast upp með að láta sitja við það eitt að setja lög um að upplýst verði hver eigi landið eins og frumvarp er komið fram um? Punktur basta? ... Jóhannes Gr. Jónsson

ÞÖRF Á BARÁTTU GEGN FÁTÆKT

... Hvað þarf ég að bíða lengi eftir því, að þú látir til skara skríða gegn fátækt á Íslandi. Svo ég sé alveg heiðarleg og hreinskilin við þig, þá efast ég stórlega um að þú hafir þurft að leita með betlistaf í hönd til hjálparstofnana á Íslandi, né ættmenn þínir. - Þar skiljast okkar leiðir. Þú nefndir það við mig, í Borgartúni 22, þarna um árið að þér  hugkvæmdist að ráðmenn væru á launum, sem svaraði þremur á móti einum. Hvað reikninglíkan þú áttir við, veit ég ekki. - Þú mátt gjarnan útskýra það fyrir mér nánar. Komið hefur fram sú hugmynd að ráðamenn væru "hæst" á þreföldum  ... Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir, Aðgerðarhóp Háttvirtar Öryrkja.  

SAMA GAMLA SAGAN

Lífeyrissjóðirnir leiðindi skapa ljótt er ástandið hér  Hjá Icelandair sínu hlutafé tapa skerða svo hjá mér. Múgæsingu hér margir dá Þegar mikið er undir Lýðskrum nota lygnir þá og lofa betri stundir. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

ÞEIR ORÐUÐU TÍU MILLJARÐA

Þeir mergsjúga vilja þjóðina Þurftarlingarnir með völdin Þar slæma þekjum við slóðina Því hækkum nú veiðigjöldin. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

HÆGRI SINNUÐ HRÆÐSLA

Ég er algerlega sammála þér að hræðsla hægri manna við róttækni magnast í réttu hlutfalli við björgunarprógrömmin sem nú eru kynnt um allan hinn kapítalíska heim. Skyndilega er allt hægt! En eftir því sem sjóðir almennings eru opnaðir þá opnast líka augu fólks fyrir því sem áður var ekki sýnilegt. Allt í einu eru til ótakmarkaðir peningar svo bjarga megi kapítalismanum en áður var aldrei neitt til og allra síst til að rétta hlut öryrkja og þeirra sem minnst hafa. En nú þegar misréttið verður sífellt fleirum sýnilegt þá er beðið um stjórnmál, helst svo leiðinleg að þau verði með öllu ósýnileg. Ef þetta er ekki ... Jóel A.       

VIÐ FLÓR OG AUSU

Forstjórar hérna röfla og rausa reyndar hafa þeir skrúfu lausa nú syngur kórinn moka skal flórinn og peningum í taprekstur ausa.   Tíföld laun´ann leggur til Það launaskrið má kanna Ágúst gerir þar góðu skil gleður fjölda listamanna. … Höf. Pétur Hraunfjörð

VIÐSKIPTAÞVINGANIR GERA STRÍÐSÞJÁÐUM ÞJÓÐUM ERFIÐARA AÐ BREGÐAST VIÐ KÓRÓNAVEIRU

Sæll Ögmundur.  Viðskiptabann á Sýrland nú er grimmd gagnvart fólkinu þar. Eigum við Ísl. hlut þar að? Hér er viðtal, sem endar á áskorun: 'I would like to ask European governments to lift the sanctions against Syria. They constitute a form of collective punishment of a civilian population, contrary to the Geneva conventions. They may aggravate the coronavirus   ... Gísli H. Friðgeirsson

UM VEIRUR OG TÓMAR PYNGJUR

Um kórónuveiru og kreppuna syngja kapítalisminn okkur virðist íþyngja bágt er tjónið við Bláalónið en þar virðist alveg galtóm pyngja. Ég fæddist í heiminn fátækt grey fékk ekki menntaveginn Af kórónuveiru og í kreppunni dey er svolítið niður dreginn. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

LÁNLAUS VERKAMNNAFLOKKUR

Þá er Verkamannaflokkurinn breski búinn að sparka Jeremy Corbyn og velja sér nýjan formann, man ekki hvað hann heitir, það á eftir að koma. Bernie Sanders er líka á leið í úreldingu vestur í BNA og í staðinn kominn einn álíka spennandi og nýi formaður Verkamnnaflokksins breska.  Sá síðarnefndi flutti tíu mínúntna ávarp sem var sjónvarpað og streymt í dag. Ég reyndi að hlusta en eftir þrjár mínúntur var ég farinn að hugsa til jólanna, hvað ætti að kaupa í jólagjafir. Lengur hélt hann ekki minni athygli. Eflaust á hann eftir að hljóta þá umsögn að vera aðgerðarlítill og þess vegna farsæll!   Þetta veit ekki á gott í heimi sem ... Jóel A.