Fara í efni

Frá lesendum

RAUNVERULEG ÓGN

Veirunni skulum nú varpa á brott, vísindum allir því hlýði. Fólkið það ástundar afbragðsgott, ætlar að hlusta á Víði. Kári

DANSAR HEIMSVALDA-POLKA

Takk fyrir greinina um Venesúela. Og þakkir líka til þeirra annarra sem hafa verið að skrifa í þessa veru, til dæmis um framferði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem  tekur þátt í að níðast á fátækri þjóð með viðskiptaþvingunum á tímum heimsfaraldurs. Það sem stendur okkur náttúrlega næst er að horfa til ríkisstjórnar Íslands og hvernig hún dansar heimsvalda-polka.  Í ríkisstjórinni hreyfir enginn andmælum og aldrei hef ég heyrt aukatekið orð á Alþingi gegn þessum yfirgangi BNA annars vegar og undirgefni Íslands hins vegar ... Jóhannes Gr. Jónsson 

,,ÞRÍEYKIБ‘

Þar Alma, Þórólfur og Víðir.   Þegnum reglur setja Þeim landinn í þrautum hlýðir það lýðinn virðist hvetja. Metrana þú passa mátt mæla ávallt tvo   þú heima líka hanga átt og hlýða svo. Þríeykið hér þakkir fær Þung er sóttar vaktin. Árangri þar eflaust nær ákveðin slá taktinn. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

NEI TAKK SA!

Hvar skyldi SA telja að mörkin liggi þegar kemur að því að skerða kjör fólks? SA hefur nú lagt til launa- og lífeyrisskerðingar og er þar með að reyna að fara með okkur út á mjög vafasamar brautir. Stjórnvöld vilja að hægt sé að skipa fólki hjá hinu opinbera að gera það sem forstjórarnir ákveða hverju sinni og nú vill atvinnurekendavaldið toppa það með því að láta fólkið í ofanálag sæta skerðingum á umsömdum réttindum. Nei takk! Sunna Sara

DÓMSMÁLAFRÚIN OG BRENNIVÍNS-HEILKENNIÐ

Það skýtur nokkuð skökku við, ef skoðum málin brýn. Að auka vill hún aðgengið, og elskar brennivín.  Lýðheilsan er læknum kunn, líkar sumum miður. Á Alþingi menn opna brunn, en aðrir falla niður. Kári

VERUM Á VARÐBERGI

Ég er sammála þér Ögmundur að raunveruleg hætta er á því að forræðishyggja taki hér yfir. Kapítalisminn ræður nú yfir ríkisvaldinu, það er algerlega augljóst mál. Allt er nú leyfilegt ef aðeins megi það verða til að bjarga kapítalismanum. Frá forræðishyggju er ekki stórt skref yfir í fasisma.  Verum á varðbergi .  Jóhannes Gr. Jónsson

KAPÍTALISMINN FÉKK Á´ANN

Svikabæturnar þeir sækjast í  létta sárt kreppunnar dirindí útgjöld spara misnota bara hér atvinnuleysisbætur á því. Kapítalisminn fékk á kaunin kominn á ríkiskassann Nú láta þeir ríkið borga launin og lyfta undir trassann. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

ERU AÐ TAPA SÉR!

Kapítalisminn er kominn á bakkann kannski þeir detti niður í slakkann um eymdina gapa og alveg sér tapa  auðvitað  hysjum við uppum rakkann.  Höf. Pétur Hraunfjörð.

TRAUSTVEKJANDI MEININGARMUNUR

Gaman er að finna fyrir samstöðu Íslendinga í baráttunni við kórónaveiruna. Heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum er mætt á jákvæðan hátt og farið að þeirra ábendingum. Einhver meiningarmunur kemur öðru hvoru fram innan heilbrigðiskerfisns og er það traustvekjandi. Umræðulaus hlýðni er aldrei góð og meiningarmunur málefnalega fram settur er ekkert annað en jákvæður. Haffi

ÓÚTSKÝRÐ VAÐLAHEIÐI

Ég vil þakka Grími sem skrifar í dálkinn “frjálsir pennar” fyrir að hreyfa Vaðlaheiðarmáli. Ég hef saknað þess að fjölmiðlar færu í saumana á því máli.   “Orsök VHG-19 kreppunnar eru gamlir misreikningar. Sérfróðir búast við að þá gjaldfallnar, enn vaxandi skuldir VHG hf við ríkið gætu orðið 19 milljarðar 2021. ” Þetta skrifar Grímur. Eru þessir 19 milljarðar ekki helmingi meira en lagt var upp með? Væri hægt að ... Jóel A.