Fara í efni

Frá lesendum

NÚ ER ÞAÐ OSCE, ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR TVÍSKINNUNGI?

Mér sýnist fjölmiðlar, sumir hverjir alla vega, ætlist til að við gleðjumst yfir að alþjóðastofnunin hennar Ingibjargar Sólrúnar, OSCE, ætli “að aðstoða” í Klaustursmálinu; engu skuli til sparað svo við fáum endurheimt sjáfsvirðingu okkar. Að vísu svolítið skrítið að fá þessa “sérfræðinga” núna til að rífa ofan af sári sem kannski var að gróa. Steingrímur forseti þingsins mætti - ekkert mjög óhamingjusamur - í fréttir Sjónvarps til að andvarpa yfir syndugum mönnum. En fyrirgefið, sá yðar sem syndlaus er … og var fjármálaráðherrann, yfirmaður skattamála í landinu, ekki í Panamaskjölunum; er sjávarútvegsráðherrann ekki “okkar maður” Samherja … og er VG ekki að ... Ársæll

UM VEXTI OG VERKALÝÐSFLOKK

Stýrivextir nú stöðugt lækka styrkir og bætir okkar hag Verðbætur þá hætta að hækka og hamingjan kemst í lag. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

TIL SKÁLDSINS Í BORGINNI

Við að yrkja yndisljóð ýmsir frægir reyna. Vísa Eldjárns virðist góð vil því ekki leyna.  Höf. Pétur Hraunfjörð.

AFTURGENGINN

Gott er að vita dáðadrenginn dyggðaveginn bruna: Ögmundur er aftur genginn  inn í þjóðkirkjuna. Þórarinn Eldjárn

LÍFSKJÖR MYNDU BREYTAST ÞÁ

Tilefni er jú tvímælalaust að taka höndum saman. Hefjum öll upp háa raust og heftum Kvóta gaman. Byggðarkvóta nú bráðliggur á Þá batnar dreifbýlisvandi. Lífskjör mín myndu breytast þá og margra úti á landi. Höf. Pétur Hraunfjörð.

GUNNAR SMÁRI KEMUR Á ÓVART

Ég sótti fund þinn í Þjóðmenningarhúsinu um kvótann fyrir skömmu. Fyrir fundinn fannst mér það orka tvímælis að fá Gunnar Smára Egilsson, sósíalistaforingja, til að flytja höfuðerindið á fundinum. Ég verð hins vegar að segja að mér þótti hann gera þetta mjög vel, ný og góð og róttæk nálgun. Ekkert galdrabrennutal en krafa um uppstokkun á kerfinu í anda yfirskrifatar fundarins: Kvótann heim! Þessu er ég sammála. Jóel A.

GÓÐ UPPRIFJUN, GÓÐ SPURNING!

Afhverju var þessu máli ekki áfrýjað til Hæstaréttar á sínum tíma sem fjallað var um í þessari grein ,,Kvótakerfið hangir á bláþræði'' fyrir bráðum 14 árum ? Úgerðarmenn þorðu ekki með málið lengra því Hæstarréttur hefði líklega staðfest dóminn sem hefði líklega framkallað bankahrun 2 árum áður en bankahrunið varð flestum ljóst í okt. 2008  https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1067864/ B aldvin Nielsen

ALÞINGI SPURÐI EIGANDANN EKKI LEYFIS

Ætti að kalla inn með hraði, allan kvóta strax. Alþingi ranglega úthlutaði, eigum þjóðfélags. Kári

SKULDIN VISTUÐ HEIMA

Gjafakvóti auðinn ól sem aflandssjóðir geyma hagnaðinn í skattaskjól en skuldin vistuð heima Með kveðju, Gunnar Hólm Hjálmarsson

KVÓTI, HRÆSNI OG ATHYGLISVERÐ SLÓÐ

Sæll Ögmundur. Langar að senda þér þennan link en þar kemur ýmislegt fram um kvótakerfið til upplýsingar fyrir þig eða til þeirra sem ætla sér að taka við keflinu til að búa til nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu kosningar til alþingis kannski í vor ... Baldvin Nielsen