Fara í efni

Frá lesendum

Ráðherra á raðgreiðslum?

Sæll Ögmundur.Halldór Ásgrímsson er þér hugleikinn sé ég á síðunni og kannske ekki að undra, en annar framsóknarþingmaður hefur vakið óskipta athygli mína í vetur.

Dæmigert fyrir Alþingi?

Samkvæmt nýjum fréttum er fram komin tillaga, soðin saman af Birni Bjarnasyni og Guðna Ágústssyni, þar sem þeir mæla með að í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin yrði krafist 75% þátttöku kosningabærra manna.

Á ekki að mótmæla öllum hryðjuverkum jafnt?

Telur þú að eigi að mótmæla hryðjuverkum í Ísrael framin af Palestínumönnum af sama krafti og einurð eins og gert er við hernaðar aðgerðum Ísraela? Jafnvel að heimta að þingið sendi ályktun og fordæmi þær árásir á saklausa borgara sem framin eru í Ísrael.

Við Ólaf nokkurn nefna má

Nú hefur forsætisráðherra skipað sína menn í nefnd sem á að semja frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef frumvarpið um framkvæmd þátelst falskt er líða stundirvið Ólaf nokkurn nefna máað neit’ að skrifa undir.. Kristján Hreinsson, skáld.

Íslendingar hluti af hernámsliði í Afganistan

Sæll Ögmundur. Vil benda á viðt.bls.11. Mbl.í gær , 8.júní við Halldór Ásgrímsson. "Friðargæsla"er nú tískuheiti á hernámi- m.a.segjast Bandaríkjamenn stunda  "friðargæslu" í Írak frá innrásardögum.

Til hamingju Ólafur forseti!

Ef marka má skoðanakönnun Baugstíðinda í dag hlýtur að vera hátíð í bæ á Bessastöðum. Samkvæmt könnuninni nýtur sitjandi forseti hvorki meira né minna en 66,3% fylgis meðal þjóðarinnar en mótframbjóðendur hans, sem alls endis óþarft er að kynna, eiga svo sannarlega á brattann að sækja.

Þetta er frábært Ólafur!

Ég tek undir með félaga mínum, Runólfi Áka. Okkar ástsæli forseti stendur vel að vígi í aðdraganda komandi kosninga.

Bljúg bænarorð

Þessi bljúgu bænarorð urðu til nú í morgunsárið: Við biðjum Guð um betri hlífog betri stjórnarherraenda verður okkar lífekki mikið verra. Kristján Hreinsson, skáld 

Um landvarðamálið og fleiri af svipuðum toga

Sæll ÖgmundurÉg las grein þína um landverðina áðan í Morgunblaðinu. Bendi þér á þetta frá 27/8 ´00 : og það sem Ómar sagði í viðtali við DV 13/12 ´03 um gerð myndar sinnar (Á meðan land byggist) : Vertu þægur,Ómar.

Hvað meinar forsætisráðherra?

Ágæti ÖgmundurÍ Kastljósi sagði forsætisráðherrann eftirfarandi: Hér eru bæði blöðin og ljósvakamiðlarnir á einni hendi, og þetta þekkist hvergi.