12.02.2004
Ögmundur Jónasson
Þá vitum við að heimastjórn á eitt hundrað ára afmæli um þessar mundir og við vitum líka að Hannes Hafstein er helsta fyrirmynd Davíðs Oddssonar. Svo mikil fyrirmynd að halda varð sérstaka hátíðadagskrá til þess ða Davíð gæti flutt eina ræðu. Líka gat Davíð lagt blómsveig að leiði Hannesar og í raun leit út fyrir að Hannes Hafstein hafi verið fullgildur félagi Sjálfstæðisflokksins. Heimstjórnarafmælið var ein samfelld samkoma Sjálfstæðisflokksins og einkum og sér í lagi Davíðs Oddssonar. Það meira að segja gleymdist að láta Ólaf Ragnar vita að til stæði að halda ríkisráðsfund, enda ætlaði hann hvort sem var til útlanda í sínu fríi og það hefði verið ókurteisi að ætlast til þess að hann frestaði því eða gerði einhverjar ráðstafanir.Hvernig fer fyrir landinu og þjóðinni þegar Davíð afhendir Halldóri lyklana að stjórnarráðinu? Þegar maðurinn sem deilir og drottnar sem einvaldur lands og lýðs hverfur af sviðinu.