Fara í efni

Frá lesendum

VERKFÖLL SNÚAST UM KJÖR, EKKI AÐFERÐA-FRÆÐI

Sæll Ögmundur.. Ég þakka þér fyrir að mótmæla því að verkfall okkar snúist um aðferðafræði við samninga en ekki kjör eins og fjármálaráðherrann viðist halda Enginn leikur sér að því að fara í verkfall.

ÁHUGAVERÐAR SLÓÐIR Á HERVÆÐINGU OG NATÓ

Sæll Ögmundur. Mér finnst hægt ganga að koma okkur Íslendingum út úr Nato árásarbandalaginu. Sendi hér áhugaverðar slóðir sem er þess virði að dreifa víða.

TILRÆÐI VIÐ SKYNSEMINA

Íslenskt fjölmiðlafólk sem étur upp NATÓ áróðurinn gegn Kúrdum, hefur ekkert sér til málsbóta þrátt fyrir slíkt velviljatal á þessari heimasíðu! Að bera á borð í íslenskum fjölmiðlum áróður tyrknesku stjórnarinnar um að líklegir tilræðismenn í Ankara hafi verið úr röðum Kúrda, er tilræði við heilbrigða skynsemi.

NÆRRI ÓTRUFLAÐUR

Nærri var ég fallinn frá. fyrir skemmstu.. En tilveran nú tifar grá. ótrufluð af flestu.. . Pétur Hraunfjörð . .  . . .                       

VILJA VÍN

Kátt er nú á Kvíabryggju. kaldrifjaðir ei gera grin.. Með matnum hafa í hyggju. að heimta gott Rauðvín.. Pétur Hraunfjörð . . .  

UM FRELSI OG DÓP

Ég hlustaði á umræðuna um ÁTVR á Alþingi á fimmtudag. Ég tek undir með Joel A. í lesendabréfi hér á síðunni, að það kom á óvart hvernig Píratar stilla dæminu upp fyrst og fremst út frá verslunarfresli og þar með verlsunarhagsmunum! Svo finnst mér að eigi að sýna Heiðu Helgadóttur frá Bjartri framtíð þá virðingu að ræða hugmynd hennar um að Ríkið fari að selja dóp náist ekki að leggja ÁTVR niður!. Sunna Sara  .

BURT MEÐ GRÆÐGINA!

Nú almannaþjónustu athafnamanna. vill almenningur ótvírætt kanna. frá mjöltum víkið. og gera út á Ríkið. óheilla græðgina ættum að banna.                               . Pétur Hraunfjörð

LÝÐHEILSU Í FYRSTA SÆTI!

Vínbúðir í Svíþjóð hafa fengið viðurkenningu þriðja árið í röð fyrir að vera besta þjónustufyrirtæki landsins.

FJÖLMIÐLAR SOFA Á MEÐAN ÞINGMENN LEGGJA TIL AÐ ÁTVR HEFJI SÖLU Á EITULYFJUM!

Ég er hjartanlega sammála Jóel A. í bréfi hans til þessarar síðu þar sem hann furðar sig á umræðunni um áfengismálin á Alþingi og hve nýju flokkarnir, sérstaklega Píratar, skilgreina frelsi sem verslunarfrelsi! En ekki frelsi okkar og valmöguleikar, því ljóst er að nýtt fyrirkomulag mun draga úr úrvali víntegunda á boðstólum!. En ég furða mig þó meira á sofandahætti fjölmiðla.

FRÓÐLEG UMRÆÐA: BLÁSIÐ Á LÝÐHEILSU-SJÓNARMIÐ!

Umræðan um frumvarp sem bannar ríkinu að annast áfengissölu er stórmerkileg. Ekki vegna þess að mörgum  nýjum fróðleikskornum hafi verið sáð í jörð í þessari umræðu heldur vegna hins að hún varpar ljósi á póltíska afstöðu til dæmis Pírata og þingmanna í Bjartri framtíð.