Fara í efni

Frá lesendum

BARÁTTAN VERÐUR AÐ FARA FRAM UTANDYRA

Alþingi er vonlaust og verður alltaf meira og meira vonlaust!. Nú þarf að taka slaginn utandyra! Það er ekkert annað í stöðunni.. Fótgönguliði.

ÞARF EKKI AÐ STALDRA VIÐ?

Ég hlustaði á eldhúsdagsumræðurnar og varð enn meira hugsi yfir því að þú ætlir að hætta á Alþingi Ögmundur.

AFLANDSEYJA TIL ...

Gammar stunda glæfraspil,. græðgi ræður lífi.. Aflands flytja eyja til,. auðæfi og þýfi.. Kári

VIÐBÓT UM DUBAI

Örlítil viðbót við grein Sveins Elíasar Hanssonar. Bjarni Ben. hefur ekki sagt okkur í hverju hið stórfellda tap hans á fasteignaviðskiptum í Dubai er fólgið.

SÚ TILFINNING AÐ EINHVER VAKI

Við þessi tíðindi er ekkert minna en Biblíutilvitnun sem hæfir, mér kemur í huga spámaðurinn Jesaja og orð hans á ögurstundu "Vökumaður, hvað líður nóttinni?" Það eru stórtíðindi þegar þingmaður af stærðargráðu Ögmundar hverfur af vaktinni einmitt þegar allir samningar um rétt og rangt, gott og illt, fagurt og ljótt, svart og hvítt eru lausir, ekki aðeins hér á landi heldur sýnist manni það eiga við um heiminn allan.

MAÐUR KEMUR EKKI Í MANNS STAÐ

Oft er haft á orði að maður komi í manns stað. Þar með á að skiljast að mannabreytingar skipti engu höfuðmáli.

EKKI NÚ!

Ég tel þig baráttumann með rödd sem ekki má hljóðna á Alþingi. Mitt mat er að ekki sé rétti tíminn að hætta nú.

ÞAKKIR

Sæll Ögmundur.  Mig langar til að þakka þér fyrir mjög skelegga og vel flutta ræðu þína sem þú fluttir blaðalaust af mjög miklum krafti og sannfæringu! Sjálfur sit eg heima, treysti mér ekki í fjölmenn mótmæli á Austurvelli eftir erfiðan uppskurð vegna krabbameins fyrir nokkrum vikum.

UM ÍBÚÐAKAUP Í DUBAI

Sæll Ögmundur. Bjarni Ben keypti hlut í félagi sem keypti íbúðir í Dubai árið 2006. Hann segist hafa sett 40 milljónir króna í verkefnið árið 2006, og í apríl það ár var gengi dollara 72 krónur.

VANHUGSAÐ

Í sjónvarpsfréttum sjáum við nú vopnaða lögreglumenn spranga um í Leifsstöð. Hver er tilgangurinn? Verja okkur, fæla hryðjuverkamenn frá? Ég spyr hvort þetta kunni að hafa alveg gagnstæð áhrif. Ég hef grun um að þetta sé ekki hugsað í þaula.