Fara í efni

Frá lesendum

FORGANGSRÖÐ VERKALÝÐS-HREYFINGAR Í HEIMI BÓNUSA

Af hverju ættu opinberir starfsmenn að afsala sér lífeyrisréttindum sem tók þá áratugi að öðlast og var haldið niðri í launum fyrir bragðið? Er það ekki almenna markaðarins að ná kjörunum upp á við? Það hefur verið gert með talsverðum árangri.´Ég er sammála þér Ögmundur að í þá áttina á að jafna kjörin, upp á við!  . Finnst verkalýðshreyfingunni núna, í heimi milljarða bónusanna, það vera forgangsverkefni að ná niður lúsarlífeyri sins fólks? . Atvinnurekendavaldið kemur mér ekki á óvart.

ÖÐRU VÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ

Ég hlustaði á ræðu þínu um almannatryggingafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi og samhengið við hugsanlegar breytingar á lögum um lífeyrissjóði.

FLUGVÖLLINN Í ÞJÓÐARATKVÆÐI

Mér líst vel á að fá flugvallarmálið í þjóðaratkvæði. Þá mun liggja skýr fyrir þjóðarviljinn og er ég sammála þér að þá beri ríki og borg að komast að niðurstöðu í samræmi við þennan vilja.. Ég hef hins vegar efasemdir um að borgin muni láta segjast jafnvel þótt staðfest yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu það sem við reyndar öll vitum að yfirgnæfandi meirihluti vilji halda vellinum í Vatnsmýrinni.

"OG ÞAÐ SEGI ÉG SEM KVEN-RÉTTINDA-KONA"

Ég hef í forundran fylgst með umærðunni í kjölfar ummæla þinna á þá lund að stundum sé reynt að nota kynferði sjálfum sér til framdráttar og þá ekki síst  til að skjóta sér undan því að axla ábyrgð í erfiðum málum. Þetta er alveg hárrétt.

ÞÁ FYRST TRÚI ÉG Á MÓDELIÐ

Ég er sammála því að binda leyfilegan launamun í 1 á móti 3. Ég er sammála þér að auðvitað er þetta hægt ef vilji er til þess.

SAMI RASSINN UNDIR ÖLLUM?

Eftir að hafa kynnt mér vaxtabótamálin, og skerðingarnar sen þar koma nú um stundir vegna hækkunar fasteignamats (sem er bara tala á blaði) þá hefði verið rökréttast að kenna framsóknaríhaldinu um allt þetta.

AÐ SLEPPA TAKINU

Að vera án sjálfsins er að vera sannur og það er sem nóboddíinn. Sá sem sækist ekki eftir einhverju er frjáls.

ÓSKIR UM AÐ ÉG NÁI BATA

Sæll Ögmundur. Ert þú enn að berja höfðinu við steininn varðandi icesave? Ég held að þú þurfir að skoða niðurstöðuna betur og láta af þrjóskunni.

SAMIÐ Á KOSTNAÐ ÞRIÐJA AÐILA!

Sæll Ögmundur. Var að hlusta á þig á Bylgjunni í morgun varðandi einkarekstur heilsugæslu. Er svo hjartanlega sammála þér að þetta væri ófremdarfyrirkomulag.

BREXIT ÚRSLIT KALLA EKKI Á MÍN TÁR!

Ég er sammála þér að gráta ekki Brexit úrslitin en enn einu sinni sjáum við inn í hugarheim Evrópusambandsfólksins.