Fara í efni

Frá lesendum

UM ÍBÚÐAKAUP Í DUBAI

Sæll Ögmundur. Bjarni Ben keypti hlut í félagi sem keypti íbúðir í Dubai árið 2006. Hann segist hafa sett 40 milljónir króna í verkefnið árið 2006, og í apríl það ár var gengi dollara 72 krónur.

VANHUGSAÐ

Í sjónvarpsfréttum sjáum við nú vopnaða lögreglumenn spranga um í Leifsstöð. Hver er tilgangurinn? Verja okkur, fæla hryðjuverkamenn frá? Ég spyr hvort þetta kunni að hafa alveg gagnstæð áhrif. Ég hef grun um að þetta sé ekki hugsað í þaula.

ILLA KOMIÐ FYRIR LÆKNUM!

Ósköp er nú dapurlegt að fylgjast með talsmönnum heimilslækna  sem ólmir vilja gerast braskarar. Öðru vísi mér áður brá.

SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKUR EINKAVÆÐIR ÞVERT Á ALMANNA-VILJA!

Hvernig stendur á því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki þurrkaður út? Skoðanakannanir sýna að fólk vill ekki sjá einkavædda heilbrigðisþjónustu en samt heldur flokkurinn þessari stefnu til sttreitu og fer sínu fram og einakvæðir. Engu að síður heldur sama fólkið og gagnrýnir þessa stefnu áfram að kjósa flokkinn eða alla vega styðja hann í skoðanakönnunum.

HLÝ ORÐ

Einn af fáum sem gæti tekið við sem forseti, og þjóðin treyst heitir Ögmundur Jónasson. Sagði fyrir hrun að best væri að bankarnir færu úr landi, en fékk bágt fyrir.Hann hafði rétt fyrir sér.

SVEINN RÚNAR VERÐ-LAUNAÐUR AÐ VERÐLEIKUM

Ég er sammála svari þínu um Svein Rúnar Hauksson þar sem þú fagnar því að hann skuli hafa verið heiðraður í Palestínu með því að gera hann að heiðursborgara þar.

HVERS VEGNA HEIÐURS-MAÐUR?

Sæll Ögmundur! Því kallar þú Svein Rúnar heiðursmann? Hann hefur marg verið staðinn að ósannindum. Hann hvetur til stríðsátaka.

KÚRDAR Á FLÓTTA

Þakka þér fyrir umfjöllun þína um ofsóknir á hendur Kúrdum í Tyrklandi. Þú bendir réttilega á að þar með er búinn til nýr flóttamanavandi.

HEFÐI KOSIÐ FROSTA

Forsvarsmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson er eflaust vel að því kominn að fá einhvers konar viðurkenningu þótt ég geri mér ekki alveg ljóst fyrir hvað hann stendur í hitamálum okkar samtíðar, að öðru leyti en því að hvetja til þess að allt sé gagnsætt og farið sé að reglum.. Það er ágætt sjónarmið svo langt sem það nær.

BURT MEÐ KJARA-MISMUNUN

Jafnframt að óska þér gleðilegs árs vil eg hvetja þig og alla þingmenn að gefa svonefndum Kjaradómi betri gaum.