Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Febrúar 2005

TIL HAMINGJU MEÐ VIÐURKENNINGUNA JÓHANNA

Heil og sæll Ögmundur.Mig minnir að ég hafi séð haft eftir verkamanni úr Spunaverksmiðju hringsins í blaði að rannsóknarblaðamennska væri sprelllifandi á Íslandi.

HVAÐ GERÐI KRISTINN AF SÉR?

Í fréttum er nú rækilega tíundað að mikil sátt hafi skapast innan þingflokks Framsóknarflokksins. Okkur er sagt að þingflokkurinn hafi komið saman til kvöldmáltíðar og yfir þrírétta máltíð tekið Kristinn H.

SKYLDI RÍKISSTJÓRNIN SKILJA SJÁLFA SIG?

Ég vil þakka Stefáni fyrir mjög upplýsandi bréf um hlutdeild Íslands í Íraksstríðinu hér á síðunni. Við lestur bréfsins rann upp fyrir mér að sennliega hafi ráðherrarnir tveir DO og HÁ aldrei fyllilega skilið hvað þeir voru að gera nema hvað Halldór hefur sennilega haldið að skuldbinding þeirra félaga hefði átt að leiða til þess að Ísland færi á leynilegan leppríkjalista.

ENDURMENNTUN ALÞINGISMANNA

Sæll Ögmundur. Við erum hérna nokkrar vinkonur sem höfum verið að velta því fyrir okkur hvort alþingsmenn og ráðherrar eigi kost á að sækja námskeið eða endurmenntun þann tíma sem þeir eru kjörnir til þingstarfa.

"RÍKISSTJÓRNARSJÓNVARPIÐ" TIL BJARGAR HALLDÓRI?

Heill og sæll Ögmundur !Alveg gengur fram af mér að sjá hvernig ríkissjónvarpið, sem greinilega væri réttara að kalla "ríkisstjórnarsjónvarpið", eltir Halldór Ásgrímsson þessa dagana fram og aftur um landið og kemur svo með hallærislegar langlokufréttir á kvöldin þar sem Halldór er yfirleitt ekki að segja nokkurn skapaðan hlut.

ÞEIR LJÚGA ENGU VESTRA

Sæll Ögmundur.Það sem átti að verða skýrt reyndist svo loðið og teygjanlegt. Ég á við útskýringar forsætisráðherra á því sem gerðist í aðdraganda innrásarinnar í Írak.

VAR ÞETTA KENNT Í LÆRÐA SKÓLANUM?

Ögmundur viltu spyrja fólkið þitt hjá símanum, hvernig 2-3 símaheimtaugar inn í hús, frá sitt hvoru símakerfinu geti lækkað símakostnað.

SÍMADÓNARNIR

Í lesendabréfi hér á síðunni fer Ólína mikinn út af því að Skjár einn skuli senda út knattspyrnuleiki með enskum þulum og þar á eftir ræðst hún harkalega að yfirstjórn Símans fyrir að bjóða notendum Breiðbandsins upp á kóngabláar myndir á Adult Channel.Sammála er ég Ólínu um það að ekki er boðlegt að knattlýsingar fyrir Íslendinga fari fram á ensku.

OPINBERIR LÖGBRJÓTAR OG KLÁMHUNDAR?

Sæll Ögmundur. Ég á barnabörn sem hafa yndi af að fylgjast með enska boltanum. Þeim hefur í sex mánuði mislíkað að Skjár 1/Síminn skuli hafa sent út lýsingar og skýringar á leiknum með ensku tali af þeirri einföldu ástæðu að þau skilja ekki ensku.

SIGUR LÝÐRÆÐISINS Í FRAMSÓKN

Eftirfarandi frétt var að berast. “Laganefnd Framsóknarflokksins hefur komist að þeirri niðurstöðu að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, sem haldinn var 27.