15.12.2010
Ögmundur Jónasson
Ögmundur... Ég er algjörlega á móti vegatollum til að fjármagna vegagerð!!! Þetta hefur verið notað í Bandaríkjunum og í Kanada og sjálfsagt í fleiri útlöndum, en er mjög misheppnuð aðferð til að fjármagna vegagerð og viðhald. Í Kanada hefur þessu sem betur fer verið hætt.. Gera sprenglærðu spekingarnir sér ekki grein fyrir því að það mun taka að eilífu að greiða fyrir vegagerð með vegatollum þar sem oft mun ekki koma inn fyrir kostnaðinum á innheimtunni! Hefur enginn gert sér raunhæfa grein fyrir raunverulegum kostnaði á innheimtu vegatolla 24 tíma á dag 365 daga ársins, eftirlit með peningunum, bókhald, tímaeyðsla óánægju vegfarenda og stöðvun og ræsing bifreiða.