Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Maí 2012

EKKI BREGÐAST

Heill og sæll Ögmundur. Bréfi Helgu hér á síðunni um að samningi beri að hafna svarar þú svo: "Vandinn er sá að málið er komið í ferli þar sem mín aðkoma er takmörkuð.

ÖMURLEGUR SEM ENDRANÆR!

Sæll, mikið er málflutningur þinn oft ömurlegur.Og núna séstaklega í Grímstaðamálinu.Hvaða skítugu skó ert þú að tala um, og hvaða þjóð? Heldur þú að þú sért sérstakur fulltrúi þessarar þjóðar og hún fylgi þínum þröngu skoðunum í einu og öllu?. Erlingur Bergvinsson

HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Ágæti Ögmundur. Hvað er til ráða við því sem lítur út fyrir að vera þrjóskuröskun og hugmyndafátækt á háu stigi hjá nokkrum ráðherrum Samfylkingarinnar? Þeir gefast ekki upp fyrr en þeim tekst að búa svo um hnútana að hægt sé að leigja/selja erlendum auðjöfri stóra jörð á norðausturlandi.

SAMNINGI BER AÐ HAFNA

Ágæti Ögmundur. Ég vona svo heitt og innilega að þú hafnir Nubo um beiðni sína. Sem venjuleg manneskja með lítið vit á pólitík þá er ég ekki svo skyni skroppin að ég finni ekki skítalyktina af þessum blessaða samningi.

ÓÆTINU VERÐI EKKI KYNGT

Sæll Ögmundur, nú hafa kræsingarnar sem iðnaðarráðherra býður upp á í Nubo-málinu verið bornar á borð. Fnykinn leggur þegar um allt.

GEGN ERLENDUM YFIRRÁÐUM

Þakka þér fyrir afstöðu þína og framgõngu gagnvart erlendum yfirráðum á Íslandi. Kveðja frá sjálfstæðismanni.

VARÐANDI GRÍMSSTAÐI

Ónáttúran í Íslendingum ríður ekki við einteyming - hún verður svo sannarlega ekki lamin til hlýðni með lurkum.

KÍNVERSK RISAÚTGERÐ Á GRÍMSSTÖÐUM: HÆTTA Á "OFBEIT" FERÐAMANNA

Sæll Ögmundur,. Þekkt er það módel, að erlendir aðilar komi sér upp einingu í áhugaverðu landi, reisi tilbúið þorp, sjái um alla þjónustu og taki jafnframt (nær) allan arð til sín.

VATNIÐ OG VIRKISTURNINN!

Heill og sæll. Nú heiti ég á þig Ögmundur, hæstvirtur Innanríkisráðherra, að þú sýnir á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn, 4.

KÍNVERSKA RÍKIÐ VILL KOMA SÉR FYRIR Á GRÍMSSTÖÐUM

Það er auðvelt að kaupa Íslendinga. Ömurlegt að það skuli verða Þingeyingar sem eru auðkeyptastir. Öðru vísi mér áður brá! Góð tilvitnunin hjá þér í um Grímsstaðamálið í Sauðárkróksræðu þinni.