Fara í efni

Frá lesendum

GÓÐAR KVEÐJUR

Ögmundur. Það er mjög merkilegt að fylgjast með hvernig almenningur sveiflast til og frá eins og strá í vindi, í sambandi við Landsdómsmálið.

AFVEGALEIÐING?

Tilgangurinn helgar meðalið Hjá Samfylkingunni gegn Sjálfstæðisflokknum, sem lýsti sér í því að halda eigin ráðherrum fyrir utan opinbera athugun.

EKKI FLOKKSLÍNUR

Það er kostulegt að þegar þingmenn fara eftir sannfæringu sinni, þá ætlar allt vitlaust að verða. Grein þín, Ögmundur, í Mbl.

TREYSTI YKKUR EKKI

Alveg hef ég misst allt álit á þér, Guðfríði Lilju og Jóni Bjarnasyni. Þið eruð öflugustu bandamenn stjórnarandstöðunnar og sannið enn og aftur að vinstri menn sjá sjálfir um að klúðra stjórnarsamstarfi áður en kjörtímabilin enda.

LEIÐIR SKILJA

Kæri Ögmundur. Eftir að hafa borið óskoraða virðingu fyrir þér í mörg ár (þú varst flokksstjórinn minn í unglingavinnunni forðum) og fundist sjónarmið okkar fara saman lengi, þá er það því miður ekki þannig lengur.

QUISLING HEFÐI EKKI GERT BETUR

Ögmundur. Nú er ég þér bálreiður. Já, ég er reiður þér fyrir mína hönd og þeirra kjósenda sem á sínum tíma kusu þig á þing til að berjast gegn þeim öflum sem þú nú virðist hafa gengið í lið með.

Í SENN SAMMÁLA OG REIÐUR

Sæll Ögmundur. Þú mátt eiga það að þú kannt að hleypa upp fólki. Og er nýjasta ákvörðunin ekki sú fyrsta og væntanlega ekki sú seinasta til að valda fjaðrafoki.

Í TILEFNI BLOGGSKRIFA

Í tilefni af bloggskrifum Úlfars Þormóðssonar um þröngan og þyrnum stráðan veg sem hinn félagsþroskaði lýðræðissinni í meirihluta VG þarf að feta og um þann kærleiksríka og tillitssama félagsanda sem þar ríkir .. . Renna úlfar í einni hjörð. undir mánaljósi skæru.. Jarma hvellt við klakabörð. klæddir sauðargæru.. . . . Samviskan er hulin sumum.. Sama hvað þeir reyna.. Hafa ekki hugmynd um. hvað þú ert að meina.. . Hreinn K. . . Hreinn K

STYRKLEIKI - EKKI VEIKLEIKI

Sæll Ögmundur.. Færi þér þakkir fyrir grein þína í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Vitaskuld geta menn haft mismunandi skoðanir á sekt eða sakleysi Geirs H.

FRIÐÞÆGINGAR-KAPALL

Heill og sæll. Hafðu þakkir fyrir einarða og skynsamlega afstöðu til dómsmálsins á hendur Geir Haarde. Sá málatilbúnaður er skírpaleikur einn og ekkert nema friðþægingarkapall lagður til þess að fría menn frá því að gera róttækar breytingar á stjórnaháttum og þjóðskipulaginu í heild sinni.