Fara í efni

Frá lesendum

GAMLA GÓÐA LEIÐIN

Bara stutt og laggott, 90% tekjuskatt á laun yfir 1 mill. Gamla sænska aðferðin...... Takk fyrir mig. Þórður B.

RÁÐAST ÞARF AÐ RÓTUM VANDANS

Sæll.. Loksins höfum við fengið okkar stríð. Bandaríkin hafa stríð gegn eiturlyfjum, stríð gegn hryðjuverkamönnum.

LIGGUR Á VEGNA ESB?

Blessaður og þakka þér fyrir þennan pistil. Það er okkur sumum svo mikilvægt að geta treyst því að þeir sem valdið hafa í umboði okkar kjósenda skulu ekki ganga gegn úrskurði hæstaréttar í svo stóru máli sem breyting á stjórnarskrá okkar er.

VILL AÐ SÓLIN SKÍNI Á OFBELDIÐ

Hræsnari! Þú veist vel að raunverulegu alþjóðlegu glæpasamtökin á Íslandi heita ekki Hells Angels heldur Alcoa, Rio Tinto og Century Aluminium.

LOKSINS JÁKVÆÐAR FRÉTTIR!

Einhvers staðar á vefmiðli sá ég því haldið fram af vítisengli að samtök hans, Hells Angels, hefðu aldrei verið fundin sek sem klúbbur! Þess vegna væru staðhæfingar um að félagsskapurinn væri glæpsamlegur út í hött.

HELLS ANGELS ÓVELKOMNIR TIL ÍSLANDS

Sýnið erlendum glæpamönnum enga linkind! Þeim á að vísa undanbragðalaust úr landi og meina slíku hyski aðgang að Íslandi.

ÁFRAM HÁÐ DÓMSÚRSKURÐI!

Ég hjó sérstaklega eftir því að við umræðuna á Alþingi um glæpastarfsemi lagðir þú áherslu á að rýmkaðar heimildir til rannsókna á glæpahópum yrðu áfram háðar dómsúrskurðum.

Á ÁFRAM AÐ RÆNA ÞJÓÐINA VÖLDUM?

Ég hlustaði á Silfur Egils í dag þar sem meðal annars var talað um málskotsrétt forsetans og stjórnlagaþing eða stjórnlagaráð einsog samkoman mun heita ef samþykki fæst á Alþingi að hnekkja úrskurði Hæstaréttar.

SNYRTILEG EYJA SNYRTIR FRÉTTIR

Vefmiðillinn eyjan.is hefur stundum verið skemmtilegur miðill, sérstaklega kommentakerfið sem var frjálst og óbeislað.

EKKI SKYLDA AÐ FARA Á HAUSINN!

Athyglisverð færsla sem vakin er athygli á í bréfi Björns. Það er semsagt ekki samningsbundin skylda fyrir land að fara á hausinn.