Blessaður og þakka þér fyrir þennan pistil. Það er okkur sumum svo mikilvægt að geta treyst því að þeir sem valdið hafa í umboði okkar kjósenda skulu ekki ganga gegn úrskurði hæstaréttar í svo stóru máli sem breyting á stjórnarskrá okkar er.
Einhvers staðar á vefmiðli sá ég því haldið fram af vítisengli að samtök hans, Hells Angels, hefðu aldrei verið fundin sek sem klúbbur! Þess vegna væru staðhæfingar um að félagsskapurinn væri glæpsamlegur út í hött.
Ég hjó sérstaklega eftir því að við umræðuna á Alþingi um glæpastarfsemi lagðir þú áherslu á að rýmkaðar heimildir til rannsókna á glæpahópum yrðu áfram háðar dómsúrskurðum.
Ég hlustaði á Silfur Egils í dag þar sem meðal annars var talað um málskotsrétt forsetans og stjórnlagaþing eða stjórnlagaráð einsog samkoman mun heita ef samþykki fæst á Alþingi að hnekkja úrskurði Hæstaréttar.