Fara í efni

Frá lesendum

EKKI MEIRI SKEMMDARVERK!

Á nú aftur að fara að rífast um icesave? Hvenær kemur að því Ögmundur að þú og þínir líkar þagnið? Á mannamáli: Haldið ykkur saman og gefið vinstri stjórn vinnufrið? Nóg er komið af skemmdarverkum ykkar.. Kv.

Séra Jón eða BARA jón?

Af hverju vinna bankarnir á móti skuldurum? þrátt fyrir loforð þeirra og ríkissjórnar að koma á móts við skuldug heimili í landinu sitja ekki allir við sama borð eða er ekki sama hvort það er Séra Jón eða BARA jón.

TÖPUÐUM EKKI Á AÐ BÍÐA

Það er náttúrulega fínt, að kjörin séu betri nú, en þau voru. Allt annað hefði nú verið "katastrófa", svo vægt sé að orði kveðið.

SAGAN ENDURSKRIFUÐ?

Sæll Ögmundur. Nú skrifa ég til þín sem kirkjumálaráðherra og þar með trúmála svona almennt séð og efni bréfsins skylt.

ATHAFNALEYSI EKKI AFSAKANLEGT

Það eru talin vera ein af frumskyldum ríkisstjórnar að verja hagsmuni þjóðarinnar. Þegar ríkisstjórnin lætur undir höfuð leggjast að færa fram málsvörn gagnvart ESA í Icesave málinu,  hlýtur það að teljast ámælisvert.

HVORKI SÆMANDI FYRIR SÍ NÉ HÍ

Ég tek undir með Jóel A. varðandi Icesave. Án þess að ég hafi fremur en aðrir séð nýjan Icesave samning sem sagður er í burðarliðnum þá bendir allt til þess að hann sé miklu betri en það sem afstýrt var fyrir ári.

TOSSATAL

Í dag hafa þeir átt viðræður sín í milli í fjölmiðlum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Þórólfur Matthíasson, prófessor.

UMBÆTUR LÁTA Á SÉR STANDA

Samfylkingin hlustaði um helgina á niðurstöður umbótanefndar flokksins. Svo var að skilja að flokkurinn hefði gengið í gegnum hreinsunarelda gagnsæis og heiðarleika.

ÖFUGMÆLAVÍSUR Á ATÓMÖLD

Mótsögn nr. 1. Grundvöllur neyðarlaganna var og er að það hafi orðið forsendubrestur. Nú eru í uppsiglingu mikil málaferli vegna neyðarlaganna.

UM RÍKISBANKA OG EINKABANKA

Hvaða hlutverki eiga bankar að sinna í samfélögum? Mjög athyglisverð grein: http://www.vald.org/greinar/101102.html . Björn Fróðason. . Þakka þér bréfið Björn.