Eðlilegast er að Alþingi staðfesti kjör fulltrúa á Stjórnlagaþing.Álit Hæstaréttar mun standa eftir sem áður og hægt að taka tillit til þess ef sambærilegar kosningar verða haldnar síðar.
Sæll Ögmundur.. Nú reisa þeir einkasjúkrahús, kjánarnir. Og heilbrigðisráðherrann fagnar, og formaður heilbrigðisnefndar Alþingis brosir vandræðalega og óttast að laun heilbrigðisstarfsmanna kynnu að hækka.
Eitthvað hefur dregið úr skrifum Ólínu hér í lesendadálkinum hjá þér Ögmundur. Ég sakna skrifa hennar. Ég er löngu búinn að sjá að þetta er ekki Ólína þingkona sem ég hélt um hríð.
Sæll vertu Ögmundur minn kæri. Undanfarnar vikur hafa heitar umræður og skrif átt sér stað um hin ýmsu málefni sem nú eru þjóðinni aðsteðjandi og eflaust þau flest af toga mikilvægis og þurfandi úrlausna.