Fara í efni

Frá lesendum

HVAÐ MEÐ ÞAU SEM STÓÐU Í SKILUM?

Sæll Ögmundur.. Var að lesa niðurstöður ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda og í frammhaldi langar mig til að spyrja þig um eitt atriði sem mér sýnist að hafi gleymst en það eru þau heimili sem hafa staðið í skilum í gegnum síðustu tvö ár.

LEYFI MÉR AÐ EFAST

Lýðræði í sókn-valdakerfi á undanhaldi! Ég vona innilega að þú hafir rétt fyrir þér. Samt leyfi ég mér að efast, vegna þess, að VG, flokkurinn sem vann sinn stærsta kosningasigur, í síðustu þingkosningum, virðist vera og er, alveg eins og allir hinir gömlu klíkuflokkarnir.

FÝLUPÚKAR OG KLÚÐUR

Sæll Ögmundur.. Einhvern veginn svona hófst Silfur Egils á sunnudag: Nú er ég kominn með  nokkra frambjóðendur til stjórnlagaþings, sagði Egill Helgason í þætti sínum, og hann bætti því við, að fólkið sem hann kynnti samviskulega  . til sögunnar degi eftir kosningarnar, hefði ekki mátt sjást í gær,  ekki í fyrradag, eða allt frá því það bauð sig fram til setu á  stjórnlagaþingi.

FRJÁLSAR HANDFÆRA-VEIÐAR!

Ögmundur, frjálsar smábáta, eða handfæra veiðar, leysa fátæktar- og atvinnu-vanda Íslendinga, einfaldara getur það ekki verið! Haldór Á, og Þorsteinn P, lögðu í eyði stóran flota af smábátum er þeir voru sjávarútvegsráðh.

ENGINN BER ÁBYRGÐ Á NÁTTÚRU-LÖGMÁLUNUM!

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hefur orðið stóri sannleikur á Íslandi eftir hrun. Ég vildi ég ætti túskilding fyrir hvert skipti sem stjórnmálamenn eða hagsmunahópar hafa bent á að þeirra hugmyndir séu einmitt í samræmi við það sem rannsóknarnefndin sagði.

RÉTTMÆT ÁBENDING

Sæll Ögmundur. Þú sagðir í útvarpi nýlega að þú gætir ekki sem dómsmálaráðherra blandað þér í ákæruna gegn Nímenningunum, því málið væri fyrir dómstólum.

ER ENDURMENNTUN SVARIÐ?

Ég sá í fjölmiðlum í dag að Þorgerður Katrín bar upp fyrirspurn til þín sem dómsmála- og mannréttindaráðherra um hvort þú vildir banna búrkur.

VERÐUM EKKI ÍSKLUMPAR Í KERFISFROSTINU

Sæll Ögmundur. Enginn efast um fjárskort ríkisins í tengslum við brýna framkvæmdaþörf í fangelsismálum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Schengen sem og flestar aðrar tengingar við hið samevrópska reglufargan hafi orðið okkur til meiri ógæfu en ábata.

HLUSTIÐ EFTIR VILJA FÓLKSINS!

Sæll Ögmundur.. Í tilefni af skrifum þínum um aðlögun / umsókn okkar að ESB þá langar mig að spyrja þig að því hvort ekki sé komin sá tími til að forusta VG fari að hlusta á þau áköll sem koma frá grasrót flokksins í ESB málinu? Hversu margir úr forustusveit VG á landsbyggðinni og víðar þurfa að hætta að starfa fyrir flokkinn eða segja sig úr honum til þess að flokksforusta VG leggi við hlustir, eða er ykkur alveg sama um skoðanir þessa fólks sem og meirihluta félagsmanna VG? Hvað kemur virkilega til að þið meðhöndlið lýðræðið með þessum hætti?. Rafn Gíslason

UM ESB, KVÓTA OG SPILAKASSA

Sæll vertu Ögmundur minn kæri. Mikið þykir mér vænt um hvernig þú vilt tækla framhaldsaðgerðir varðandi EB aðild, helst vildi ég sjá þig sópa henni út af borðinu.