Þó að ég sé hlutlaus gagnvart seðlabankastjóra, finnst mér ekkert að því að hann bendi á samhengi hlutana, án þess að það verði talið að hann blandi sér í pólitik.
Algjörlega ósammála þér um ferðina til Haag og framgöngu forsetans. Að ein ríkasta þjóð heims fari enn einu sinni að betla meiri afslátt á skuldum sínum er ekki stórmannlegt.
Að falla á prófi: Góð grein og hjartanlega sammála. Óþolandi að Seðlabankinn sé í pólitík og noti ekki tækifærið sem felst í sjálfstæðum gjaldmiðli betur .
Sæll Ögmundur..... Það er drepið á mörgu góðu á vefsíðunni þinni, en innámilli eru furðuleg skrif manna sem ráðast á þig af illsku, útúrsnúningi og málefnalausum persónuárásum, sem virðast oftar en ekki koma frá atvinnupennum forustu núverandi ríkisstjórnar.
Sæll Ögmundur og takk fyrir góð innlegg í Icesave umræðuna. Ég er farinn að halda að þú og Ólafur Ragnar séuð einir ráðamanna á bandi Íslands í þessu máli.
Enn ein frétt sem staðfestir að Evran er ekki einföld lausn til alsælu á sviði efnahagsmála. http://epn.dk/okonomi2/global/europa/article1957365.ece. Karl Johannsson.