Fara í efni

Frá lesendum

EKKI VEITTI ÉG MITT UMBOÐ!

Hvers konar rugl er þetta með þennan Stöðugleikasáttmála. Fréttir herma að nokkrir umboðslausir miðaldra karlar sitji og bíði eftir því að ríkisstjórnin hætti við að skattleggja orkufyrirtæki og skeri niður við Landsíptalann í staðinn.

UM ÖRUGGA VARÐVEISLU LÍFEYRIS

Ég er alveg undrandi á þér Ögmundur að vilja að lífeyrissjóðirnir séu bara gerðir upptækir í þágu ríkissjóðs eins og þarna liggi hellingur af fé án hirðis ! Ég sé ekki hvernig við ellilífeyrisþegar eigum að komast af án lífeyrisgreiðslnanna sem við eigum í okkar lífeyrissjóðum.

NÚ ER TÍMINN!

Hvað varð um baráttu fyrir jöfnum rétti einstæðra feðra? Í stjórnmálum er talað um allt annað en það sem skiptir fólk raunverulegu máli.

GÓÐUR EINAR MÁR...

Var að lesa grein Einars Más í Mogganum. Stórkostlega vel skrifuð og birt í blaði sem bókabrennumentalítet nútímans neitar að lesa.

GOTT HJÁ ÖSSURI

Ekki var ég sáttur við þig Ögmundur að segja af þér embætti heilbrigðisráðherra. Kannski þess vegna að mér þótti gott að lesa viðtal sem birtist við Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra í DV um helgina.

EKKI FELLA

Ég er á móti Icesave samningnum og hef verið sammála þér í öllu því ferli. Ég er þó efins um að rétt sé að fella samninginn núna.

UM BÆLDAN VILJA

Jæja, þá er að sjá að við sem ventum 180 gráður í síðustu kosningum og gengum gegn upplýstri sannfæringu okkar, að ekki væri hægt að styðja rauða litinn eftir að sá blái hafi um 30 ára skeið staðið í stafni, séum að reka okkur á mola sannleiks hvað yfirlýsingu þá varðar.

EF ÞÚ FELLIR...

Þér á eftir að verða reistur minnisvarði til minningar um mann sem bar hag landsins fyrir brjósti ef þú fellir þennan samning dagsins.

VALDBEITINGAR-MENN

Vinkonur mínar eru margar hverjar óánægðar með þig. Þær sætta sig ekki við það sem þær kalla daður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

GÓÐ KVEÐJA FRÁ HELLU

Bestu þakkir Ögmundur fyrir staðfestu þína. Með bestu kveðjum. Sigurður Óskarsson frá Hellu.