15.12.2004
Ögmundur Jónasson
Eftirfarandi ljóð er að finna á samnefndri geislaplötu sem Kristján Hreinsson, skáld, er að senda frá sér um þessar mundir:Af þjófunum birtast svo magnaðar myndir,við meinum þeir finna ráðmeð brosandi andlit við olíulindirþeir árangri hafa náð.Menn verðlauna íslenska umhverfissóðasem arðræna þjóðarsálog nota hér allan sinn olíugróðaí íhaldsins leyndarmál. Er furða þótt siðleysið valdhafinn verndiog veiti hér daglega fórnþeim herrum sem tryggja að hagnaður lendihjá helmingaskiptastjórn?Að varðveita hræsni þeim herrum mun sæmasem hafa hér völdin ennþví ríkisstjórn auðvaldsins aldrei mun dæmaþá ótíndu glæpamenn.Er olíuveldið með allan sinn hroðafær íhaldsins skjól og hlífþá ykkur ég átök og byltingu boðasem bæta mun okkar líf.Er furða þótt siðleysið valdhafinn verndiog veiti hér daglega fórnþeim herrum sem tryggja að hagnaður lendihjá helmingaskiptastjórn?