Fara í efni

Frá lesendum

Á Evrópa að verja okkur í stað Bandaríkjanna?

Telur þú að Íslendingar ættu að segja upp varnarsamningnum við USA og leita eftir samvinnu við Evrópuríkin í varnarmálum?Jón Sigurður Eyjólfsson Heill og sæll.Við eigum tvímælalaust að segja upp "varnarsamningnum" við Bandaríkin en ég sé ekki hvers vegna við ættum að ganga hernaðarveldum í Evrópu á hönd í staðinn.

Kennaradeilan og sveitarstjórnar-viðundrin

Í Mogganum í dag birtist athyglisverð grein eftir Hjörleif Guttormsson þar sem hann fjallar um einkennilega framgöngu sveitarstjórnarmanna í kennaraverkfallinu.

Heimasíður VG

Er ekki allt of lítið af því að Vinstri-grænir setji upp heimasíður að mínu áliti eru netföng/heimasíður vinstri grænna allt of lítið auglýst.

Ómálefnaleg gagnrýni á Ingibjörgu

Ekki ætla ég gera ykkur upp neinar annarlegar hvatir, þér Ögmundur og henni Lóu, en ég tel að gagnrýni ykkar á hana Ingibjörgu Sólrúnu sé ósanngjörn og á misskilningi byggð.

Um "öfluga " foringja

Kæri Ögmundur, Ég segi einsog Lóa lesandi að það fór um mig ónotahrollur þegar ég horfði á Ingibjörgu Sólrúnu þenja sig í Silfri Egils.

'Eg er öflugur leiðtogi"

Í Silfri Egils í dag sat Ingibjörg Sólrún Gísladótir fyrir svörum á meðal annarra. Oft hef ég verið ánægð með ISG en sannast sagna sökk ég niður í sætið eftir því sem leið á viðtalið.

Sammála Garra um þjóðsönginn

Hjartanlega er ég sammála Garra í lesendabréfi hér á síðunni um að láta fara fram "þjóðarblómsatkvæðagreiðslu" um þjóðsönginn.

R-listinn og kjarabarátta kennara

Að mínum dómi er allur framgangur R-listamanna varðandi kjarabaráttu kennara til háborinnar skammar. Maður hefði haldið að þessum kjörnu fulltrúum rynni blóðið til skyldunnar – enda hafa þeir að stærstum hluta gefið sig út fyrir að vera fulltrúar almennings og launafólks – en því er nú aldeilis ekki að heilsa þegar til kastanna kemur.

Þjóðarblómsatkvæðagreiðslu um þjóðsönginn!

Undirritaðan, Garra, hefur lengi langað til að vita afstöðu afstöðu þina Ögmundur til íslenska þjóðsöngsins.

Hvers vegna má Íslandsbanki ekki yfirborga - og hvað með Landakot?

Sæll Ögmundur og þakka svarið.Það sem liggur í báðum spurningum mínum er þetta tvennt, hvernig tryggjum við börnunum lögbundinn rétt til kennslu eða menntunar og hvernig tryggjum við að efnahagslegar afleiðingar verkfallsins bitni ekki á foreldrum sem eru illa staddir peningalega, sem geta ekki fengið að vinna heima og sem neyðast til að greiða verulegar upphæðir fyrir gæslu barna á meðan þau fá ekki kennslu í skólunum.