Fara í efni

Frá lesendum

MYNDI TAKA OFAN FYRIR RÍKIS-STJÓRNINNI

Ég myndi virða það við ríkisstjórnina ef hún krefðist þess af Tyrklandsstjórn að friðarviðræður yrðu teknar upp við Kúrda að nýju og að Tyrkir hefðu sig þegar í stað á brott frá Afrin. Ríkisstjórn sem er tilbúin að skipta um forseta í Venesúela hlýtur að þora að slá á þráðinn til Erdogans! Jóel A. 

OG SVARAÐU NÚ!

Trúir þú því í alvöru að ríkisstjórn sem nýskriðin er upp í fang utanríkisráðherra Trumps og hjúfrar sig upp að NATÓ verði við ósk um að setja þrýsting á Erdogan reglubróður í NATÓ? ...  Jóhannes Gr. Jónsson

UM ÞJÓÐARSJÓÐ OG KVIKU

Eigin lögin alltaf gild, undir vinir lágu. Nýta sjóð og nána vild, nota í eigin þágu. ... Kári

MEIN-STREYMINGAR

Hvað varð um fjórða valdið? Megin hugsanastraumur fólks í heiminum óskar friðar og vonar að með því að ljúka hörmungunum í Mið-Austurlöndum takist undir forystu BRICS hópsins að binda enda á stríð „Fyrsta heims“ gegn „Öðrum og Þriðja heiminum“ og um að leið ljúki 500 hundruð ára sögu nýlendustefnu og hins fáránlega kapitalisma. Amen. Fullyrðinguna er hægt að sannreyna með því að prófa að nota netið og finna frjálsa fjölmiðla í stað CNN, BBC eða ... Sigurþór S.

ÞAÐ SEM SANNAST REYNIST

Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni ... Guðjón Jensson Mosfellsbæ

BOLAÐ FRÁ

Klaustursrónar krappann sjá komið er að hefndum Því Bergþóri verður bolað frá og gera sátt í nefndum.   Höf. Pétur Hraunfjörð.

STRÁ OG PÁLMAR

Dýr voru þessi dönsku strá nú dauðans alvöru sjáum Því Dagur verður að fara frá ef pálmatrén fáum. Höf. Pétur Hraunfjörð

ÍSLAND FORDÆMI ÍHLUTUN BNA Í VENESÚELA!

Þakka þér fyrir skrifin um Venesúela og að syprja um afstöðu Íslands, hvort ekki standi til að fordæma  afskipti   Trumps og félaga. Ég er sammála þér að það verði Ísland að gera! Umhugsunarvert er að enginn á Alþingi skuli taka málið upp. VG er greinilega of upptekið við að þjóna Sjálfstæðisflokknum til að vilja vita af nokkru sem gæti ruggað bátnum. Hitt liðið er allt ... Jóhannes Gr. Jónsson

KJARASAMNINGAR

Í fátækt minni til fjölda ára  fræddist ég um lífsins nauð oft vinnulaus með vitund sára og vonleysi sem daglegt brauð. Þó árin svo liði hér eitt og eitt er augljóst að lítið gengur því fátækir fá hér aldrei neitt og geta ekki unað því lengur.   ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

AFMÆLISKVEÐJA

Valgerður nú frelsið fær, fagnar því með tári. Hún er okkur öllum kær og sjötug á þessu ári. Höf. Pétur Hraunfjörð